Tónleikar Tónlistardeildar Listaháskólans í samvinnu við Listvinafélagið

28. apríl 2017


Þriðju tónleikar nemenda Listaháskóla Íslands á þessu skólaári í samstarfi við Listvinafélag Hallgrímskirkju verða í Hallgrímskirkju laugardaginn 29. apríl kl. 12 og er efniskráin mjög fjölbreytt og glæsileg. Alls koma 16 nemendur fram sem einleikarar og einsöngvarar og verður leikið á Klais orgel Hallgrímskirkju og Bösendorfer flygilinn auk þess sem 2 hornleikarar leika með í kantötu eftir J.S. Bach og Kór nemenda Listaháskólans syngur verk eftir Rachmaninoff, Knut Nystedt, Hafliða Hallgrímsson og Hjálmar H. Ragnarsson. Á efnisskránni eru einnig verk eftir J.S. Bach, Grieg, Sibelius, Purcell, Schütz, Sigvalda Kaldalóns, Dvorak o. fl. og má lofa mjög fallegum og ánægjulegum tónleikum með afburða nemendum í fallegu umhverfi kirkjunnar. Samstarf Tónlistardeildar Listaháskólans og Listvinafélags Hallgrímskirkju, sem hófst fyrir nokkrum árum, hefur verið sérlega ánægjulegt og farsælt og tónleikarnir ávallt mjög vel sóttir.

Tónleikarnir standa í u.þ.b. eina klst.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!