Tölvustýrt kirkjuorgel á tónleikum í Hallgrímskirkju

27. febrúar
Orgel & MIDI
Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju
Laugardaginn 1.mars 2025 kl 12:00
 
Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá af nýjum og stuttum tónverkum sem eru sérstaklega skrifuð fyrir tölvustýrt kirkjuorgel. Með MIDI tengingu Klais orgelsins opnast ný vídd í flutningi og tónsmíðum fyrir þetta stærsta hljóðfæri Íslands.
 
Tónskáldin eru: Áki Ásgeirsson (1975), Ása Önnu Ólafsdóttir (2000), Einar Hugi Böðvarsson (1999), Einar Torfi Einarsson (1980), Gunnar Andreas Kristinsson (1976), Steinunn Eldflaug Harðardóttir (1987) og Örlygur Steinar Arnalds (1998).
 

Efnisskrá

Catalysis II .................... Gunnar Andreas Kristinsson

pontarinn.................... Ása Önnu Ólafsdóttir

Skissa af mannshönd.................... Einar Torfi Einarsson

Heart Full of Love.................... Einar Hugi Böðvarsson

Ljómþokur.................... Steinunn Eldflaug Harðardóttir

126°..................... Áki Ásgeirsson

r lego.................... Örlygur Steinar Arnalds


Listræn umsjón: Áki Ásgeirsson
Tæknileg aðstoð: Sveinn Ingi Reynisson

Tónleikarnir eru um 40 mínútur
Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is
Aðgangseyrir 2.900 kr.

 

HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR!