Reykjavíkurborg býður á tónleika á fæðingardegi W.A.Mozart laugardaginn 27. janúar kl. 14.00 í Hallgrímskirkju.
Á efnisskránni eru 9 kirkjusónötur fyrir 2 fiðlur, selló, kontrabassa og orgel.
Flytjendur eru Laufey Sigurðardóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir
fiðluleikarar, Bryndís Björgvinsdóttir selló, Hávarður Tryggvason
kontrabassi og Erla Rut Káradóttir orgel.
Strengjaleikararnir fjórir hafa verið fastráðin hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands um árabil. Erla Rut er organisti við Háteigskirkju í Reykjavík.
EFNISSKRÁ:
Sónata í F dúr KV 244
Sónata í D dúr KV 245
Sónata í G dúr KV 274
Sónata í C dúr KV 328
Sónata í Es dúr KV 67
Sónata í B dúr KV 68
Sónata í D dúr KV 144
Sónata í F dúr KV 145
Tónleikarnir eru innan við klukkustund að lengd og aðgangur er ókeypis.