Útvarpsmessa frá Hallgrímskirkju á föstudaginn langa

08. apríl 2020


Á föstudaginn langa, 10. apríl klukkan 11.00, mun RÚV útvarpa messu frá Hallgrímskirkju. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Lesarar eru Pétur Oddbergur Heimisson og Kristný Rós Gústafsdóttir. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Félagar úr Schola cantorum syngja. Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran syngur einsöng.

Messuskrá fyrir útvarpsmessuna er hér: Messuskrá föstudagsins langa

Í samkomubanni er kærkomið að geta hlustað á messuna í útvarpinu og tekið þátt í henni heiman frá sér.