Í dag 21. desember 2023 lauk sýningum á Jólunum hans Hallgríms í Hallgrímskirkju í ár. Leiksýningin er byggð á sögu Steinunnar Jóhannesdóttur og er þetta í níunda sinn sem sagan var sett upp. Um 800 leik- og grunnskólabörn heimsóttu Hallgrímskirkju í desember og sáu sýninguna og má svo sannarlega segja að það hafi verið líf og fjör í krirkjunni. Börnin sem komu í heimsókn fengu að sjá, ekki einn, heldur tvo Hallgríma Péturssyni, heyra Björn Steinar Sólbergsson organista spila jólalög á stærsta hljóðfæri Íslands og ef þau voru heppin fengu þau einnig að sjá landsins stærstu tær!
Bókin segir frá undirbúningi jólanna hjá Hallgrími Péturssyni sem ungum dreng og fjölskyldu hans. Í þessari glænýju sviðsetningu Pálma Freys Haukssonar og Níelsar Thibaud Girerd fengu börnin að heimsækja gamla baðstofu á sveitabænum Gröf á Höfðaströnd, sem sett var upp í Norðursal kirkjunnar, og kynntust þau því hvernig jólin voru haldin hátíðleg fyrir 400 árum.
Leikararnir brugðu sér í líki persóna bókarinnar og sjá má þar á meðal Hallgrím Pétursson sem sjö ára prakkara.
Þótt margt hafi breyst á fjórum öldum er þó ýmislegt kunnuglegt við undirbúning jólanna og þá helst hvernig ljós kviknar í hjörtum mannanna þótt skammdegismyrkur grúfi yfir.
Hér að neðan er lýsandi Facebook færsla Steinunnar Jóhannsdóttur, höfundar sögunnar, um upplifun hennar á sýningunni í ár,