Kanadíski biskupinn hefur frá árinu 2007 hefur haft yfirumsjón með kirkjulegri sálgæslu allra frumbyggja sem eru innan Anglikönsku kirkjunnar í Kanada. Hann hefur einnig verið forseti Alkirkjuráðsins í Norður-Ameríku frá árinu 2013. Sjálfur er hann af frumbyggjaættum bæði í móður- og föðurætt.
Mark MacDonald hefur hlotið margskonar viðurkenningar fyrir þjónustu sína við frumbyggja og fyrir framlag sitt til þess að styrkja vitund Kanadabúa um gildi umhverfismála.
Mark MacDonald er einn af aðalræðumönnum á Hringborði norðurslóða í Hörpu sem fram fer í vikunni og tekur þátt í Skálholtsráðstefnu um Umhverfissiðbót í þágu jarðar sem hefst nk. þriðjudagskvöld. Hann er einnig meðal mælenda á málstofu Hringborðs norðurslóða um Siðbót í þágu sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem haldin er í Safnahúsinu, Hverfisgötu 15, kl. 17:00 nk. föstudag, 11. okt.
Hann er hér á landi í boði þjóðkirkjunnar og Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrum forseta Íslands og forvígismanns Hringborðs norðurslóða.