Upphaf vetrarstarfsins

08. september 2017


Í september hefst allt okkar venjulega safnaðarstarf sem verður í gangi yfir veturinn. Hallgrímskirkja býður upp á fjölbreytt safnaðarstarf og listalíf en yfirlit yfir störfin eru hér fyrir neðan. Vertu hjartanlega velkomin í kirkjuna, við tökum vel á móti þér. 

Árdegismessa

Á miðvikudögum kl. 8 er öflugur hópur sem hittist inn í kirkju til söngs og bænahalds. Eftir messu er svo morgunmatur og kaffi inn í suðursal.

Barna -og unglingakór Hallgrímskirkju

Kóræfingar verða út september á þriðjudögum kl. 17-18.30 og fimmtudögum 16-17 (en 17-18.30 eftir það). Nánari upplýsingar og skráning HÉRNA.

Fermingarstarf

Fermingarfræðslan er alla miðvikudaga kl. 15 – 16 í kórkjallara kirkjunnar (gengið inn að aftan). Fleiri upplýsingar um fermingarfræðsluna er að finna hér.

Hádegisbænir

Hádegisbænir eru alla mánudaga kl. 12.15 - 12.30 við Maríumyndina inn í kirkju. Sigrún Ásgeirsdóttir leiðir.

Kyrrðarstundir

Kyrrðarstundirnar hefjast aftur eftir sumarfrí fimmtudaginn 28. september. Eins og vanalega eru þessar vinsælu stundir kl. 12 og innihalda 30 mín. íhugun og bæn. Eftir stundina er svo súpa í boði á vægu verði í Suðursal kirkjunnar.

Starf eldri borgara

Fyrirbænamessur eru alla þriðjudaga kl. 10.30 - 11. Eftir messuna er kaffi og spjall.

Æskulýðsstarf

TTT – 10 til 12 ára starfið er alla þriðjudaga í kórkjallaranum kl. 14-15 - 15.30.

Æskulýðsfélagið Örkin fyrir unglinga í 8. – 10. bekk hittist alla þriðjudaga kl. 19.30 – 21.30 í kórkjallaranum.

 

Foreldramorgnar eru alla miðvikudaga kl. 10 - 12 í kórkjallara kirkjunnar. Öll krútt og foreldrar velkomnir.



Kvenfélag Hallgrímskirkju

Kvenfélagið heldur mánaðarlegar samverur sem verða auglýst nánar þegar nær dregur.

Tónleikar

Listvinafélag Hallgrímskirkju skipuleggur og sér um vandað listastarf við Hallgrímskirkju. Dagskráin þeirra og upplýsingar er að finna á vef þeirra http://www.listvinafelag.is.

Og síðast en ekki síst - messa og barnastarf

Alla sunnudaga er messa og barnastarf á slaginu kl. 11.

Endilega láttu sjá þig í vetur! 

Og minnum á að við erum á facebook, instagram og mundu eftir #hallgrimskirkja.