Upphafstónleikar Alþjóðlegs orgelsumars helgina 22. – 23. júní 2019

20. júní 2019




Upphafstónleikar Alþjóðlegs orgelsumars helgina 22. – 23. júní


2019





















Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju býður til glæsilegrar tónlistarveislu með 29 spennandi tónleikum í sumar, þar sem hrífandi orgeltónar fylla hvelfingar Hallgrímskirkju. Með þremur tónleikum á viku frá 22. júní til 28. ágúst 2019 gefst gestum tækifæri til að hlýða á fjölbreytta orgeltónlist.

Framúrskarandi organistar frá 6 þjóðlöndum leika á Klais orgel Hallgímskirkju. Íslenskir organistar koma fram á vegum Félag Íslenskra Organleikara í samvinnu Alþjóðlegt Orgelsumar á fimmtudögum kl. 12. Orgeltónleikar verða á laugardögum kl. 12 og á sunnudögum kl. 17.

Upphafstónleikar Alþjóðlegs orgelsumars 2019.
Laugardagur 22. júní kl. 12.00 – 12.30
Björn Steinar Sólbergsson organisti í Hallgrímskirkju, Reykjavík flytur verk eftir Johann Sebastian Bach og Alexandre Guilmant.
Miðaverð 2500 kr

Sunnudagur 23. júní kl. 17.00 – 18.00
Björn Steinar Sólbergsson organisti í Hallgrímskirkju, Reykjavík
Á efnisskrá eru verk eftir Louis Viérne, Jón Leifs, Hildigunni Rúnarsdóttur og Sveinbjörn Sveinbjörnsson.
Miðaverð 3000 kr

Björn Steinar Sólbergsson er organisti við Hallgrímskirkju í Reykjavík og tekur virkan þátt í blómlegu listastarfi kirkjunnar. Hann er einnig skólastjóri Tónskóla þjóðkirkjunnar þar sem hann kennir jafnframt orgelleik. Björn Steinar stundaði tónlistarnám við Tónlistarskólann á Akranesi og í Tónskóla þjóðkirkjunnar í Reykjavík. Meðal kennara hans þar voru Haukur Guðlaugsson og Fríða Lárusdóttir. Framhaldsnám stundaði hann á Ítalíu hjá James E. Göettsche og í Frakklandi við Conservatoire National de Region de Rueil Malmaison hjá Susan Landale þar sem hann útskrifaðist með einleikarapróf í orgelleik (Prix de virtuosité) árið 1986.

Hann starfaði sem organisti við Akureyrarkirkju í 20 ár þar sem hann vann að uppbyggingu tónlistarstarfs við kirkjuna.

Björn Steinar hefur haldið fjölda einleikstónleika hér heima, á öllum norðurlöndunum, í Evrópu og norður-Ameríku. Hann hefur leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands,  Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Sinfóníuhljómsveit Stavanger og The Cleveland Institute of Music Orchestra. Hann hefur hljóðritað fyrir útvarp og sjónvarp og á geislaplötur, m.a. öll orgelverk Páls Ísólfssonar hjá Skálholtsútgáfunni og orgelkonsert Jóns Leifs hjá útgáfufyrirtækinu BIS sem hlaut einróma lof gagnrýnenda.

Björn Steinar hlaut Menningarverðlaun DV 1999, Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2001 og var valinn bæjarlistamaður Akureyrar 2002. Listammannalaun 1999 og 2015.

Hallgrímskirkja

Efnisskrá 22.06.’19:


22. júní kl. 12.00:
Björn Steinar Sólbergsson organisti í Hallgrímskirkju

Johann Sebastian Bach  1685?1750
Sinfonia, Cantata BWV 29

Umritun Marcel Dupré
Sicilienne, úr flautusónötu BWV 1031
Umritun Haukur Guðlaugsson
Kommst du nun, Jesu, vom Himmel herunter BWV 650

Alexandre Guilmant 1837-1911
Cantilene Pastorale op. 19
Andante con moto op. 16 nr. 1
Premiere Sonate op 42
Final

23. júní kl. 17.00:
Björn Steinar Sólbergsson organisti í Hallgrímskirkju

Louis Viérne 1870-1937
2e Symphonie
Allegro
Scherzo

Jón Leifs 1899-1968
Rímnadansar op. 11, 1 & 2
Umritun Björn Steinar Sólbergsson

Hildigunnur Rúnarsdóttir *1964
Fantasia um / on ´Ísland, farsælda Frón´

Sveinbjörn Sveinbjörnsson 1847–1927
Vikivaki
Ydille
Umritun Björn Steinar Sólbergsson

Louis Viérne 1870-1937 3éme  Symphonie
Cantiléne
Adagio
Finale