Nú eru gleðidagar og trúin er ræktuð með óformlegum hætti, í kirkju náttúrunnar og innri helgidómum anda og heimila. Vegna sóttvarnarreglna stjórnvalda eru fjölmennar guðsþjónustur óheimilar í Hallgrímskirkju. En fámennar athafnir eru haldnar. Sunnudaginn 11. apríl verður t.d. fermingarathöfn en aðeins nánasta fjölskyldufólk fermingarungmenna fær að vera með. Kl. 12 verður svo bænastund og allt að þrjátíu mega vera í kirkjunni á helgistundum. Bænastundir eru einnig þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga með sama þrjátíu manna aðsóknarhámark. Tíu manna hámark er í kirkjunni utan helgistunda. Kirkjan er opin frá kl. 11 og til kl. 15 alla daga.
Covid-tíminn er ekki aðeins þrengingartími heldur líka tími möguleika. Dauðinn dó og lífið lifir.
Meðfylgjandi mynd tók SÁÞ í forkirkju Hallgrímskirkju á gleðidögum 2021. Páskasólin skín í gegnum magnað glerlistaverk Leifs Breiðfjörð í kirkjuhurðunum.