Vetur & vor í Hallgrímskirkju

13. janúar

Ný tónleikaröð, Vetur og vor í Hallgrímskirkju 2025 hefst sunnudaginn 26. janúar kl. 17.00

Tónleikaröðin býður upp tíu á tónleika með frábæru listafólki og ættu allir tónlistarunnendur að finna eitthvað við sitt hæfi. Á dagskrá eru ólíkar tónsmíðar sem sýna mismunandi möguleika tónlistarflutnings í Hallgrímskirkju. Þá fáum við kóra, einsögnvara, einleikara, strengjasveit, kammersveit, spunameistara og frumflutt verða glæný tónverk. Orgelin skipa hér að sjálfsögðu stóran sess og þá verður m.a. frumflutt tónverk fyrir tölvustýrt kirkjuorgel.

Tónleikaröðin hefst með tónleikunum CANTOQUE SYNGUR HJÁLMAR sem einnig er hluti af Myrkum músíkdögum 2025.
Tónleikar Cantoque Ensemble á Myrkum músíkdögum 2025 eru helgaðir kórtónlist Hjálmars H. Ragnarssonar þar sem hópurinn flytur glænýtt verk Hjálmars sem hann samdi sérstaklega fyrir kórinn í tilefni tónleikanna. Einnig verða fluttir þættir úr Messu (1989) ásamt fleiri verkum eftir Hjálmar. Á undan tónleikunum ræðir Hjálmar H. Ragnarson við sýningarstjóra hátíðarinnar um tónskáldaferilinn og tilurð þeirra verka sem flutt verða á tónleikunum. Tónskáldaspjallið hefst kl. 16.
Stjórnandi á tónleikunum er Steinar Logi Helgason. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Myrka músíkdaga.
Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is og er aðgangseyrir  3.900 kr.

HÁDEGISTÓNLEIKAR / Eyþór Franzson Wechner organist í Blönduóskirkju
Laugardagur 1. febrúar kl. 12 
Eyþór flytur verk eftir Johann Sebastian Bach, Louis Vierne og César Franck.
Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is
Aðgangaseyrir 2.900 kr.

HÁDEGISTÓNLEIKAR / ORGEL & MIDI
Laugardagur 1. mars kl. 12
Á tónleikunum verður frumflutt nýtt tónverk eftir Hlyn Aðils Vilmarsson fyrir tölvustýrt kirkjuorgel. Tækniaðstoð: Áki Ásgeirsson.
Miðasala í Hallgrímskirkju og á tix.is
Aðgangseyri 2.900 kr.

LISTAHÁSKÓLINN Í HALLGRÍMSKIRKJU
Laugardagur 29. mars kl. 14
Nemendur í tónlistardeild Listaháskóla Íslands koma fram á tónleikum í Hallgrímskirkju.
Ókeypis aðgangur 

AFTANSÖNGUR MEÐ KÓR HALLGRÍMSKIRKJU á Boðunardegi Maríu 
Sunnudagur 30. mars kl. 17 
Flytjendur:
Kór Hallgrímskirkju
Steinar Logi Helgason stjórnandi
Björn Steinar Sólbergsson orgel
Ókeypis aðgangur 

HÁDEGISTÓNLEIKAR / Björn Steinar Sólbergsson organisti í Hallgrímskirkju
Laugardagur 5. apríl kl. 12 
Björn Steinar flytur orgelverk tengd föstutímanum eftir Johann Sebastian Bach.
Miðasala í Hallgrímskirkju og á tix.is
Aðgangseyrir  2.900 kr.

PERGOLESI – STABAT MATER
Pálmasunnudagur 13. apríl kl. 17
Flytjendur: Hallveig Rúnarsdóttir sópran 
Hildigunnur Einarsdóttir messósópran
Strengjakvintett
Una Sveinbjarnardóttir leiðari 
Björn Steinar Sólbergsson orgel

Miðasala í Hallgrímskirkju og á tix.is
Aðgangseyrir 4.900 kr.

Stabat mater eftir eistneska tónskáldið Arvo Pärt (1935) var samið árið 1985, að beiðni Alban Berg Foundation. Upphaflega skrifaði Pärt verkið fyrir þrjá einsöngvara og strengjatríó en síðar útsetti hann það einnig fyrir kór og hljómsveit. Tónlistin er samin við hina frægu Maríubæn sem er sennilega eftir miðaldamunkinn Jacopo da Todi (1230-1306) sem fjölmörg önnur tónskáld, til dæmis Vivaldi, Rossini, Haydn, Pergolesi og Dvořák hafa einnig tónsett. Textinn lýsir sorgum Maríu Guðsmóður er hún stendur við kross Jesú Krists og fylgist með þjáningum hans og dauða. Ljóðmælandinn biður um að fá að deila með henni byrðum þjáningarinnar og fá að lokum að dvelja í paradís.

Verkið er samið í hinum mínímalíska tintinnabuli-stíln sem Arvo Pärt þróaði og er frægur fyrir. Hægt er að þýða orðið tintinnabuli sem „litlar bjöllur“ og þó svo að reglur stílsins séu strangar, er útkoman einstaklega tær. Tónverk Arvo Pärts hafa farið sigurför um heiminn á undanförnum áratugum og hefur verið flutt einna mest af tónlist núlifandi tónskálda heims um árabil.

HÁDEGISTÓNLEIKAR / Gunnar Gunnarsson organisti og Sigurður Flosason saxófónleikari
Laugardagur 3. maí kl. 12
Miðasala í Hallgrímskirkju og á tix.is
Aðgangseyrir 2.900 kr.

ARVO PÄRT – POULENC – FINNUR KARLSSON
Sunnudagur 18. maí kl. 17.00
Flytjendur:
Kór Hallgrímskirkju
Kammersveit Reykjavíkur
Álfheiður Erla Guðmundsdóttir sópran
Una Sveinbjarnardóttir leiðari
Björn Steinar Sólbergsson orgel
Steinar Logi Helgason stjórnandi
Miðasala í Hallgrímskirkju og á tix.is
Aðgangseyrir 5.900 kr

HÁDEGISTÓNLEIKAR / Arngerður María Árnadóttir orgel og Una Sveinbjarnardóttir fiðla
Laugardagur 7. júní kl. 12 
Arngerður og Una hafa báðar mikið unnið með spuna og hafa á síðustu árum fengist æ meira við tónsmíðar samhliða öðrum verkefnum. Á tónleikunum munu þær flytja verk af plötunni Hik ásamt því að gefa áheyrendum forsmekk að næstu plötu sem er í smíðum.
Miðasala í Hallgrímskirkju og á tix.is
Aðgangseyrir  2.900 kr.

Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á www.tix.is

HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR!