Vígslubiskupinn í Skálholti vitjar Hallgrímskirkju
26. júlí 2018
Sr. Kristján Björnsson var vígður til biskupsþjónustu í Skálholti 22. júlí síðastliðinn. Fyrsta heimsókn hans í söfnuð í Skálholtsumdæmi verður í Hallgrímskirkju. Hinn nýi vígslubiskup tekur þátt í messunni 29. júlí og prédikar. Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Organisti verður Lára Bryndís Eggertsdóttir og félagar í Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Thierry Mechler, organisti Kölnarfílharmóníunnar, leikur á orgelið í lok messu.
Hallgrímskirkja hefur notið mikillar og þakkarverðar þjónustu fráfarandi vígslubiskups, Kristjáns Vals Ingólfssonar. Hinn nývígði Skálholtsbiskup er boðinn velkominn til starfa og samstarfs. Messan 29. júlí hefst kl. 11 og eftir messu verða kaffiveitingar og samfélag í suðursal kirkjunnar. Verið velkomin í Hallgrímskirkju.