Það má með sanni segja að það verði nóg að gera í Hallgrímskirkju í haust og fram að aðventu.
Almennt safnaðarstarf:
Messa og sunnudagaskóli - Alla sunnudaga kl. 11.00
Messa á ensku síðasta sunnudag í mánuði kl.14.00
Bænastundir í kapellunni við Maríumyndina alla mánudaga og föstudaga milli kl. 12.00-12.15
Umsjón hafa prestar og starfsfólk Hallgrímskirkju. Hægt er að koma á framfæri fyrirbænarefnum í síma kirkjunnar, 5101000 eða á netfangið hallgrimskirkja@
Morgunmessa á miðvikudögum kl. 10.00. Alla miðvikudagsmorgna er messað í Hallgrímskirkju kl. 10.00. Hópur messuþjóna sér um messurnar ásamt prestum kirkjunnar.
Kaffiveitingar að messu lokinni í Suðursal. Hjartanlega velkomin!
Foreldaramorgnar - Alla miðvikudaga kl. 10.00 - 12.00 í kórkjallara
Kyrrðarstund með tónlist og stuttri íhugun - Alla fimmtudaga kl. 12.00 - 12.30. Kaffi og létt hádegishressing í boði eftir stundina.
Handavinna - Alla laugardaga frá klukkan 10.00 - 12.00 í Suðursal. Alltaf heitt á könnunni.
Kvöldkirkja - Í haust verður Kvöldkirkjan fimmtudagana 29.09, 31.10 og miðvikudag 27.11 milli kl. 20.00-22.00 í Hallgrímskirkju.
Tónleikaröðin Haust í Hallgrímskirkju hefst næstkomandi laugardag, 7. september kl. 12 með tónleikum Guðnýjar Einarsdóttur sem flytur verk eftir tónskáldin Arngerði Maríu Árnadóttur, Báru Grímsdóttur og Þorkel Sigurbjörnsson. Þau vísa öll á einn eða annan hátt til íslenskrar náttúru sem er full af andstæðum, er bæði stórbrotin og viðkvæm. Á sama tíma hafa öll verkin trúarleg tengsl. Á tónleikunum verður frumfluttur hluti úr verki eftir Báru Grímsdóttur sem heitir Flóra. Það er skírskotun í íslensku flóruna þar sem flestar plönturnar eru lágvaxnar en einstaklega litríkar, fíngerðar og fallegar þó að margar þeirra búi við hrjóstrugar aðstæður. Nöfnin á köflum verksins eru heiti á plöntum úr íslenskri flóru sem minna á eða vísa til ritningarstaða og helgisagna og saman flétta þau blómsveig um fagnaðarerindi Jesú Krists.
Haust í Hallgrímskirkju 2024 / Tónleikadagskrá
HÁDEGISTÓNLEIKAR / Matinée
Laugardagur 7. september kl. 12 / Saturday September 2nd at 12 hrs
Guðný Einarsdóttir orgel / organ
Aðgangseyrir / Admission ISK 2.900
HÁDEGISTÓNLEIKAR / Matinée
Laugardagur 5. október kl. 12 / Saturday October 5th at 12 hrs
Jón Bjarnason orgel / organ Skálholtskirkja
Jóhann Ingvi Stefánsson trompet / trumpet
Aðgangseyrir / Admission ISK 2.900
UMBRA ENSEMBLE – TVÆR HLIÐAR HALLGRÍMS
Sunnudagur 20. október kl. 17 / Sunday October 20TH at 17 hrs
Alexandra Kjeld kontrabassi, söngur / double bass, vocals
Arngerður María Árnadóttir orgel, keltnesk harpa, söngur / organ, celtic harp, vocals
Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir fiðla, langspil, söngur / violin, langspil, vocals
Lilja Dögg Gunnarsdóttir söngur, flautur / lead vocals, flutes
Aðgangseyrir / Admission ISK 3.900
HALLGRÍMSPASSÍA eftir SIGURÐ SÆVARSSON
Sunnudagur 27. október kl. 17 / Sunday October 27TH at 17 hrs
Kór Hallgrímskirkju / The Choir of Hallgrímskirkja
Kammersveit Reykjavíkur / Reykjavík Chamber Orchestra
Una Sveinbjarnardóttir konsertmeistari / concert master
Jóhann Smári Sævarsson bassi / bass
Fjölnir Ólafsson barítón / baritone
Stefán Sigurjónsson bassi / bass
Þorsteinn Freyr Sigurðsson tenór / tenor
Þorbjörn Rúnarsson tenór / tenor
Hildigunnur Einarsdóttir alt / alto
Steinar Logi Helgason stjórnandi / conductor
Aðgangseyrir / Admission ISK 5.400
HÁDEGISTÓNLEIKAR / Matinée – HYMNASÝN
Laugardagur 2. nóvember kl. 12 / Saturday November 2nd at 12 hrs
Ástvaldur Traustason píanó & orgel / piano & organ
Þorgrímur Jónsson Kontrabassi / Double bass
Scott McLemore Slagverk / Percussion
Aðgangseyrir / Admission ISK 2.900
ALLRAHEILAGRAMESSA / All Saints' Day
Sunnudagur 3. nóvember kl. 17 / Sunday November 3rd at 17 hrs
Hljómeyki / Hljómeyki Chamber Choir
Stefan Sand stjórnandi / conductor
Björn Steinar Sólbergsson orgel / organ
Aðgangseyrir / Admission ISK 3.900
LISTAHÁSKÓLINN Í HALLGRÍMSKIRKJU / Iceland University of the Arts
Laugardagur 16. nóvember kl. 14 / Saturday November 18th at 14 hrs
Ókeypis aðgangur / Free entry
Miðasala á tónleika í Hallgrímskirkju fer fram í kirkjunni og á www.tix.is / Tickets are available at Hallgrínskirkja and on www.tix.is
Minningarár – 350 Hallgríms Péturssonar
Hallgrímskirkja er helguð minningu prestsins og listaskáldsins Hallgríms Péturssonar. Á árinu 2024, 27. október, eru 350 ár liðin frá dánardægri hans. Til að heiðra minningu Hallgríms og arfleið 350 ára verður boðið upp á veglega dagskrá í Hallgrímskirkju í ár.
Dagskráin er í tónum, tali og myndlist, bókaútgáfu og fræðslu tengdri viðburðum ársins og hófst dagskrá Hallgrímsársins í byrjun árs með frábæru fræðsluerindi Hinar mörgu myndir Hallgríms Péturssonar. Um 200 manns sóttu fjóra fyrirlestra í Hallgrímskirkju sem voru á þriðjudögum í febrúar.
Hápunktur minningarársins er sérstök Hallgrímshátíð í lok október. Þegar nær dregur jólum verður boðið upp á dagskrá fyrir börn um Jólin hans Hallgríms.
DAGSKRÁ HAUST 2024 / MINNINGARÁR – 350
Sunnudagur 8. september, eftir messu í Hallgrímskirkjua um kl. 12.00
Opnun á sýningunni HALLGRÍMSHORFUR. Myndlistarsýning á verkum Hallgerðar Hallgrímsdóttur, unnin út frá lífi og list Hallgríms Péturssonar og samþætt sex kirkjustöðum sem tengjast honum. Augnablik sem veita áhorfendum aðgang að hugleiðingum um líf og list tveggja einstaklinga mjög svo ólíkra tímaskeiða þar sem Hallgrímur er fæddur á 17. öld en Hallgerður 310 árum síðar. Sýningarstjóri er Inga Jónsdóttir.
Sunnudagur 6. október
Hvað verður fegra fundið? Tvímálaútgáfa á 50 textum úr verkum Hallgríms Péturssonar á ensku og íslensku.
Valið hafa Irma Sjörn Óskarsdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir, Svanhildur Óskarsdóttir og Margrét Eggertsdóttir, sem einnig er ritstjóri útgáfunnar.
HALLGRÍMSHÁTÍÐ 20. – 27. október
Sunnudagur 20. október
Kl. 17 Tónleikar Umbra ensemble
TVÆR HLIÐAR HALLGRÍMS
Tónlistarhópurinn Umbra mun vinna með valið efni úr bókinni „Hvað verður fegra fundið?“ en bókin er í vinnslu fyrir Minningarár Hallgríms Péturssonar - 350. Bókin inniheldur andlega og veraldlega texta eftir skáldi sem valdir voru af Sr. Irmu Sjörn Óskarsdóttur, Steinunni Jóhannesdóttur, Svanhildi Óskarsdóttur og Margréti Eggertsdóttur."
Veraldleg ljóð Hallgríms Péturssonar hafa ekki fengið mikla athygli í tónsköpun en eftir hann liggja ljóð og kvæði sem er magnaður spegill á merkilega ævi skáldsins og heimsmynd 17.aldar. Á tónleikunum er jöfnum höndum unnið með trúarleg og veraldleg kvæði Hallgrím - tónefni kemur úr nokkrum áttum, Þjóðlagasafni Bjarna Þorsteinssonar, lagboðum frá miðöldum og eigin tónsmíðum hópsins.
Þriðjudagur 23. október
Kl.12 Málþing og leiðsögn um HALLGRÍMSHORFUR, myndlistarsýningu Hallgerðar Hallgrímsdóttur.
Miðvikudagur 24. október
Kl. 20 Hallgrímsmessa
Kór Breiðholtskirkju, stjórnandi Örn Magnússon.
Sungið er messutón úr Graduale frá Hólum (1594) og inn í það fléttað sálmum meðal annars eftir Hallgrím Pétursson og Jón Þorsteinsson píslarvott. Ekkert hljóðfæri er notað við messugjörðina.
Fimmtudagur 25. október
Kl. 17:00 Útgáfuhóf í tilefni af tvímálaútgáfunni „Hvað verður fegra fundið?“ – 50 textum úr verkum Hallgríms Péturssonar.
Sunnudagur 27. október
Kl. 11 Hátíðarmessa í tilefni af vígslu Hallgrímskirkju.
Ma. frumflutt Toccata yfir Gefðu að móðurmálið mitt eftir Daníel Þorsteinsson.
Kl. 17 Hallgrímspassía Sigurðar Sævarssonar.
Flytjendur eru Kór Hallgrímskirkju og Kammersveit Reykjavíkur ásamt einsögnvurum.
Desember
Sýning á myndum Önnu Cynthiu Leplar úr Jólunum hans Hallgríms eftir Steinunni Jóhannesdóttur. Sýningarstjóri er Inga Jónsdóttir.
Heimsóknir barna og sýningar leikara á Jólin hans Hallgríms.
Hallgrímskirkja - Þinn staður!