Sunnudaginn 27. október kl. 11 verður Hátíðarmessa vegna vígsluafmælis Hallgrímskirkju á dánardegi Hallgríms.
Prestar Hallgrímskirkju sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og sr. Eiríku Jóhannsson prédika og þjóna fyrir altari Kór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Steinars Loga Helgasonar.
Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið
M.a. verða frumflutt tvö verk í hátíðarmessunni. Kór Hallgrímskirkju syngur Önd mín af öllum mætti eftir Þorvald Örn Davíðsson við texta Hallgríms Péturssonar og Björn Steinar Sólbergsson flytur nýtt orgelverk Daníels Þorsteinssonar - Toccata um sálminn Gefðu að móðurmálið mitt í lok messunnar.
Hátíðarmessu á vígsluafmæli Hallgrímskirkju verður útvarpað í beinni útsendingu á Rás 1
HALLGRÍMSPASSÍA eftir Sigurð Sævarsson
Sunnudagur 27. október kl. 17.00
Sigurður Sævarsson, tónskáld samdi verkið árið 2007 og það er Kammersveit Reykjavíkur og Kór Hallgrímskirkju ásamt einsöngvurum sem flytja hana gestum. Konsertmeistari er Una Sveinbjarnardóttir en einsöngvarar eru Jóhann Smári Sævarsson, Fjölnir Ólafsson, Stefán Sigurjónsson, Þorsteinn Freyr Sigurðsson, Hildigunnur Einarsdóttir og Þorbjörn Rúnarsson. Stjórnandi er Steinar Logi Helgason.
Fleiri upplýsingar um flytjendur og óratoríuna má finna á heimasíðu Hallgrímskirkju.
Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is og er aðgangseyrir 5.400 kr.
Viðburðurinn á Facebook.
Við hlökkum til að taka á móti ykkur í Hallgrímskirkju og minnast 350 ára arfleiðar í Hallgríms Péturssonar!
HALLGRÍMSKIRKJA – STAÐUR LJÓÐA OG LISTA!