Söngur, gleði og fjör einkenna vorhátíð í Hallgrímskirkju, sem hefst með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson og Inga Harðardóttir leiða stundina. Helga Vilborg leikur undir með krílasálmahópnum. Karítas Kristjánsdóttir leikur á fiðlu. Mótettukór Hallgrímskirkju leiðir söng. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel. Messuþjónar, starfsfólk barnastarfsins, börn og unglingar úr starfi Hallgrímskirkju aðstoða við hátíðina.
Hoppkastali, andlitsmálning, grillaðar pylsur, ávextir og kandífloss.