Fréttir: Október 2015

Sunnudagsmessa og barnastarf 11. október kl. 11

08.10.2015
Sunnudaginn 11. október í Hallgrímskirkju kl. 11 mun sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédika og þjóna fyrir altari ásamt sr. Árna Svani Daníelssyni. Messuþjónar og fermingarbörn aðstoða og félagar úr Mótettukórnum syngja. Hörður Áskelsson leikur á orgelið. Barnastarfið hefst á sama tíma í umsjón Ingu Harðardóttur, Rósu Árnadóttur og Sólveigar Önnu...

Liðug á líkama og sál á föstudögum

08.10.2015
Hressar samverur hjá eldri borgurum á þriðjudögum í kórkjallaranum. Samverurnar verða ávallt í vetur á þriðjudögum og föstudögum kl. 11.00 – 13.00. Hist er í kórkjallara kirkjunnar og hreyfing, súpa og spjall er meðal annars á döfinni. Helga Þorvaldsdóttir sér um fjörið og allir eru hjartanlega velkomnir.

Fimmtudagsæfing barna og unglingakórs Hallgrímskirkju

08.10.2015
Fimmtudaginn 8. október kl. 16.30 – 17.30 er æfing hjá kórnum en hann æfir að jafnaði tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum á þessum tíma. Kórinn er ætlaður stúlkum og drengjum á aldrinum 10-13 ára, af höfuðborgarsvæðinu og nágrannasveitarfélögum. Verkefni kórsins í vetur er meðal annars söngur í fjölskyldumessu,...

Kyrrðarstund í hádeginu

06.10.2015
Í kyrrðarstundinni fimmtudaginn 8. okt verður fallegt orgelspil. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir íhugar og Hörður Áskelsson leikur á orgelið. Samveran hefst kl. 12.00 og er í hálftíma. Eftir stundina verður hægt að kaupa súpa og brauð á vægu verði. Allir hjartanlega velkomnir.

Foreldramorgnar í kórkjallara

06.10.2015
Foreldramorgnar eru alla miðvikudaga kl. 10.00 – 12.00 í kórkjallara kirkjunnar. Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir sjá um fjörið sem inniheldur leik, söng og spjall með smá veitingum. Allir foreldrar með ungana sína eru hjartanlega velkomnir.  

Árdegismessa

06.10.2015
Við bjóðum alla hjartanlega velkomna í árdegismessu í kór kirkjunnar kl. 8 miðvikudaginn 7. október. Dr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar en fulltrúar úr söfnuðinum leiða bænagjörð, forsöng og aðstoða við útdeilingu.

Hvað á ég að gera?

05.10.2015
Ungur maður kom hlaupandi og spurði: Hvað á ég að gera? En Jesús svaraði: Þú átt ekki að gera – heldur vera. Og hvað er það að vera og hvernig tengist sá lífsháttur verkum og störfum manna? Í prédikun 4. október ræddi Sigurður Árni Þórðarson trú og verk, líf og störf og kenningu Jesú um mennskuna. Sjá að baki þessari smellu á trú.is

Þriðjudagsæfing barna og unglingakórs Hallgrímskirkju

05.10.2015
Þriðjudaginn 6. október kl. 16.30 – 17.30 er æfing hjá kórnum en hann æfir að jafnaði tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum á þessum tíma. Kórinn er ætlaður stúlkum og drengjum á aldrinum 10-13 ára, af höfuðborgarsvæðinu og nágrannasveitarfélögum. Verkefni kórsins í vetur er meðal annars söngur í fjölskyldumessu,...

Liðug á líkama og sál á þriðjudögum

04.10.2015
Hressar samverur hjá eldri borgurum á þriðjudögum í kórkjallaranum. Samverurnar verða ávallt í vetur á þriðjudögum og föstudögum kl. 11.00 – 13.00. Hist er í kórkjallara kirkjunnar og hreyfing, súpa og spjall er meðal annars á döfinni. Mjöll Þórarinsdóttir sér um fjörið og allir eru hjartanlega velkomnir.