Fréttir: Desember 2015

Árdegismessa

19.10.2015
Við bjóðum alla hjartanlega velkomna í miðvikudagsmessu þann 21. október sem verður að þessu sinni í Brautarholtskirkju á kjalarnesi. Prestur er séra Árni Svanur Daníelsson. Lagt verður af stað frá Hallgrímskirkju kl. 08:00  

Liverpool, Klopp og lífsviskan

18.10.2015
Hvað kemur knattspyrna og Klopp kirkju við? Af hverju þessar íþróttafréttir í messu? Er fótboltaguðinn sinnar eigin tegundar og ótengdur kristni? Í prédikun 18. október lagði Sigurður Árni út af guðspjalli dagsins og forsíðu knattspyrnuritsins Fourfourtwo. Hann talaði um knattspyrnu, kristna trú og Klopp. Ræðan er að baki þessari smellu á vefnum...

Messa og barnastarf 18. október kl. 11

15.10.2015
Sunnudaginn 18. október í Hallgrímskirkju kl. 11 mun dr. Sigurður Árni Þórðarsson prédika og þjóna fyrir altari ásamt sr. Leonard Ashford. Messuþjónar og fermingarbörn aðstoða og félagar úr Mótettukórnum syngja. Hörður Áskelsson leikur á orgelið. Skírn. Barnastarfið hefst á sama tíma í umsjón Ingu Harðardóttur, Rósu Árnadóttur og Sólveigar...

Liðug á líkama og sál á föstudögum

14.10.2015
Hressar samverur hjá eldri borgurum á föstudögumí kórkjallaranum. Samverurnar verða ávallt í vetur á þriðjudögum og föstudögum kl. 11.00 – 13.00. Hist er í kórkjallara kirkjunnar og hreyfing, súpa og spjall er meðal annars á döfinni. Helga Þorvaldsdóttir sér um fjörið og allir eru hjartanlega velkomnir.

Þessir flóttamenn

14.10.2015
Eftir að Björn Steinar Sólbergsson hafði - á kyrrðarstund fimmtudagsins - leikið verk eftir Bach og Walter um stefið líf af lífi íhugaði Sigurður Árni flóttamenn tímanna. Í Rutarbók er merkileg saga um flóttafólk, hræðileg áfallasaga sem verður upphaf lífssögu. Lexía sunnudagsins næsta er úr Rutarbók. Hægt er að nálgast íhugun prestsins að baki...

Kóræfing á fimmtudögum hjá barna og unglingakór Hallgrímskirkju

14.10.2015
Fimmtudaginn 15. október kl. 16.30 – 17.30 er æfing hjá kórnum en hann æfir að jafnaði tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum á þessum tíma. Kórinn er ætlaður stúlkum og drengjum á aldrinum 10-13 ára, af höfuðborgarsvæðinu og nágrannasveitarfélögum. Verkefni kórsins í vetur er meðal annars söngur í fjölskyldumessu,...

Foreldramorngar í kórkjallara

13.10.2015
Foreldramorgnar eru alla miðvikudaga kl. 10.00 – 12.00 í kórkjallara kirkjunnar. Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir sjá um fjörið sem inniheldur leik, söng og spjall með smá veitingum. Allir foreldrar með ungana sína eru hjartanlega velkomnir.  

Árdegismessa

13.10.2015
Við bjóðum alla hjartanlega velkomna í árdegismessu í kór kirkjunnar kl. 8 miðvikudaginn 7. október. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar en fulltrúar úr söfnuðinum leiða bænagjörð, forsöng og aðstoða við útdeilingu.  

Þriðjudagsæfing barna og unglingakórs Hallgrímskirkju

12.10.2015
Þriðjudaginn 6. október kl. 16.30 – 17.30 er æfing hjá kórnum en hann æfir að jafnaði tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum á þessum tíma. Kórinn er ætlaður stúlkum og drengjum á aldrinum 10-13 ára, af höfuðborgarsvæðinu og nágrannasveitarfélögum. Verkefni kórsins í vetur er meðal annars söngur í fjölskyldumessu,...