Fréttir: Desember 2016

Breyttur opnunartími

30.09.2016
Vetraopnunartíminn hefst laugardaginn 1. október og lokum við kirkjunni alla daga kl 17:00. Turninn lokar kl. 16:45. Vetraopnunartíminn er í gildi október út apríl.

Messa og barnastarf 2. október kl. 11

30.09.2016
Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Umsjón með barnastarfi hefur Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi. Kaffisopi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin til messu.  

Kyrrðarstund

28.09.2016
Kyrrðarstund er á sínum stað og verður fimmtudaginn 29. september kl. 12. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Prestur er sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og organsti er Hörður Áskelsson. Eftir stundina er svo seld súpa á vægu verði í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin!

Foreldramorgnar í kórkjallara

27.09.2016
Foreldramorgnar eru í kórkjallara alla miðvikudagsmorgna kl. 10.00 – 12.00. Foreldrar með kríli og krútt eru hjartanlega velkomin. Umsjón: Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir.

Árdegismessa

26.09.2016
Alla miðvikudaga kl. 8 er samfélag í kirkjunni hittist og sem kallast miðvikudagssöfnuður. Allir eru hjartanlega velkomnir. Dr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar ásamt góðum hópi úr söfnuðinum. Sungnir eru sálmar, beðið fyrir lífi og starfi, altarisganga og stutt hugleiðing. Morgunmatur eftir messu í góðu samfélagi. Verið hjartanlega velkomin.

Liðug á líkama og sál

26.09.2016
Starf eldri borgara er á morgun, þriðjudaginn 27. september. Hist er í kórkjallaranum kl. 11 – 13 þar sem ýmislegt er á dagskránni t.d. leikfimi, spjall og ávallt er endað á súpu. Mjöll Þórarinsdóttir og Helga Þorvaldsdóttir sjá um stundina. Verið hjartanlega velkomin.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

26.09.2016
Á morgun, þriðjudaginn 27. september kl. 10.30 – 11.00 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Dr. Sigurður Árni Þórðarson leiðir stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja á kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Hádegisbæn á mánudögum

25.09.2016
Mánudaginn 26. september er stutt bænastund í hádeginu kl. 12.15 – 12.30 sem Sigrún Ásgeirsdóttir leiðir. Stundin er inn í kirkju hjá myndinni af Maríu mey. Verið hjartanlega velkomin.

Ensk messa 25. september kl. 14 / English service with holy communion 25. September at 2 pm

23.09.2016
English below: Ensk messa með altarisgöngu í Hallgrímskirkju kl. 14, 25. September. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Kaffisopi eftir messu. Allir velkomnir. Service – with Holy Communion – in Hallgrimskirkja 25. September at 2 pm. Rev. Bjarni Þór Bjarnason will preach and...