Fréttir: Desember 2019

Umhverfismessa og barnastarf sunnudaginn 13. október kl. 11

10.10.2019
Umhverfismessa og barnastarf 17. sunnudagur eftir þrenningarhátíð   Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir og séra Sigurður Árni Þórðarson þjóna fyrir altari. Dr. Mark MacDonald, biskup frumbyggja í Kanada innan Anglikönsku kirkjunnar prédikar (sjá neðar umfjöllun um kanadíska biskupinn) Messuþjónar...

Fyrirlestur um Grænu kirkjuna í Danmörku

10.10.2019
Næstkomandi sunnudag, 13. október, heldur Peter-Fischer Möller, Hróarskeldubiskup, fyrirlestur í Hallgrímskirkju. Fyrirlesturinn hefst kl. 09:30 í Norðursal og hefur yfirskriftina „Græna kirkjan í Danmörku“  Peter-Fischer Möller hefur gegnt embætti biskups í Hróarskeldu síðan 2008. Hann situr í framkvæmdastjórn kirkjuráðs í Danmörku og er...

Kyrrðarstund

09.10.2019
Kyrrðarstund Fimmtudaginn 10. október kl. 12 Kyrrð er góð fyrir sál og líkama. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir hugleiðir og Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið í kyrrðarstundinni. Eftir kyrrðarstund verður seld súpa og brauð á vægu verði í Suðursal. Allir velkomnir.

Sorgin, ástin, lífið

07.10.2019
Miðvikudaginn 9. október kl. 12-12,45 í Norðursal Hallgrímskirkju.  Guðný Hallgrímsdóttir, prestur flytur erindið: „Lífið heldur áfram - eftir skilnað“. Léttar veitingar í boði og allir velkomnir. Í fimm frásögnum miðla framsögumenn reynslu af áföllum, sorg, missi, ást og lífi. Þau ræða um viðbrögð, hvaða innsæi úrvinnsla veitir og hvernig...

Foreldramorgnar í kórkjallara

07.10.2019
Foreldramorgnar eru í kórkjallaranum alla miðvikudagsmorgna kl. 10 – 12. Kríli, krútt og foreldrar eru hjartanlega velkomin! Umsjón: Kristný Rós Gústafsdóttir, verkefnastjóri- og djákni og Ragnheiður Bjarnadóttir, tónmenntakennari.

Árdegismessa

07.10.2019
Árdegismessa   Miðvikudaginn 2. október kl. 8 mun sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir messa ásamt messuþjónum. Tilvalið tækifæri til að byrja daginn snemma í góðu samfélagi. Morgunmatur eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

07.10.2019
Þriðjudaginn 8. október kl. 10.30 – 12 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Á morgun mun sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiða stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Hádegisbæn

07.10.2019
Á mánudögum kl. 12:15 leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund í hádeginu. Stundin er hægra megin við altarið hjá myndinni af Maríu. Allir velkomnir.

Fjölskyldumessa sunnudaginn 6. október kl. 11

03.10.2019
Fjölskyldumessa í Hallgrímskirkju, 16. sunnudagur eftir þrenningarhátíð.  Kristný Rós Gústafsdóttir, verkefnastjóri og djákni, Ragnheiður Bjarnadóttir, Rósa Árnadóttir og Sigurður Árni Þórðarson stýra fjölskyldumessunni. Fermingarungmenni og messuþjónar aðstoða. Organisti Douglas A. Brotchie. Félagar í Mótettukór Hallgrímskirkju...