Fréttir: Desember 2015

Hátíðarguðþjónusta kl. 14 á Jóladag

22.12.2015
Á Jóladag kl. 14 verður hátíðarguðþjónusta þar sem sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar og prédikar fyrir altari. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Einsöngvari Agnes Thorsteins. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Verið hjartanlega velkomin.

Miðnæturguðþjónusta á jólanótt kl. 23.30

22.12.2015
Miðnæturguðþjónusta á jólanótt kl. 23.30. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Schola cantorum syngur. Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir, sópran syngur einsöng og Daði Kolbeinsson leikur á óbó. Stjórnandi og organisti er Hörður Áskelsson. Verið hjartanlega velkomin til kirkju á jólanótt. Textar: Lexía: Mík 5.1-3 En...

Aftansöngur á aðfangadegi 24. desember kl. 18

22.12.2015
Björn Steinar Sólbergsson leikur orgeltónlist frá kl. 17. Á aðfangadegi jóla kl. 18 verður aftansöngur þar sem dr. Sigurður Árni Þórðarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Lesari er Inga Harðardóttir. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar ásamt Barna -og unglingakór Hallgrímskirkju undir stjórn Ásu Valgerðar...

Ensk jólamessa / Festival of Nine Lessons and Carols - A Christmas Service in English

20.12.2015
English below: Messa í samkvæmt enskri jólahefð sem prestarnir sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og sr. Bjarni Þór Bjarnason leiða. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur og organisti og stjórnandi er Hörður Áskelsson. Messukaffi eftir messu. Messan er skipulögð af Kanadíska sendiráðinu í Reykjavík. Verið hjartanlega...

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00 fjórða sunnudag í aðventu

18.12.2015
Sunnudaginn 20. desember verður fjölskylduguðsþjónusta með jólasöngvum kl. 11.00 í Hallgrímskirkju.  Inga Harðardóttir  æskulýðsfulltrúi og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiða stundina ásamt leiðtogum í barnastarfi kirkjunnar.  Tendrað verður á 4. aðventukertinu, Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Ásu Valgerðar...

Aðventutónleikar Schola cantorum

18.12.2015
Í hádeginu 18. desember heldur kammerkórinn Schola cantorum þriðju og síðustu aðventutónleika sína þetta árið. Flutt verður falleg jólatónlist á þessum 30 mínútna löngu tónleikum. Er óhætt að segja að fyrri tónleikunum hafi verið afar vel tekið af gestum, enda eru þeir sannkallað móteitur gegn jólastressi. Miðaverð er 2.500 krónur og eru miðar...

Jazz fyrir jólin

17.12.2015
Þýskt jazzdúó, skipað Markusi Burger píanóleikara og  Jan von Klewist saxófónleikara, efnir til jólajazztónleika Hallgrímskirkju fimmtudaginn 17. desember, kl. 20. Þeir félagar ferðast nú um heiminn sem tónlistarsendiboðar Þýskalands í tilefni af 500 ára afmælis siðaskiptanna árið 2017. Fluttir verða þekktir þýskir jólasálmar í jazzbúningi. Þeir...

Grímur og orgeltónlist

16.12.2015
Í kyrrðarstundinni 17. desember kl. 12-12,30 leika Hörður Áskelsson á orgel og Sigurður Árni Þórðarson ræðir um grímur, ásjónur og sálir manna. Eftir kyrrðarstund er hægt að kaupa súpu í Suðursal kirkjunnar. Kirkjuganga á aðvenut er góð fyrir sálina. Verið velkomin.

Festival of Lessons and Carols - a Christmas Service in english

16.12.2015
Festival of Nine Lessons and Carols A Christmas Service in english Sunnudaginn 20. desember 2015 kl 14:00 Irma Sjöfn óskarsdóttir og Bjarni Þór Bjarnason prédika og þjóna fyrir altari, Mótettukórinn syngur og Hörður Áskelsson leikur á orgelið. Ministers: Reverend Irma Sjöfn Óskarsdóttir and reverend Bjarni Þór...