Fréttir: Desember 2017

Aftansöngur kl. 18 Aðfangadagskvöld

23.12.2017
Aftansöngur - Aðfangadagskvöld 2017 Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Mótettukór Hallgrímskirkju, stjórnandi Hörður Áskelsson. Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju, stjórnandi Ása Valgerður Sigurðardóttir. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Björn Steinar Sólbergsson leikur á undan athöfn. Lestur Margrét Helga...

Opnunartímar um hátíðarnar

19.12.2017
Opnunartímar um hátíðarnar 23. desember, Þorláksmessa: Kirkjan frá 9 - 12. Turninn til kl. 11:30. 24. desember, Aðfangadagur jóla: Aftansöngur kl. 18. Miðnæturguðsþjónusta á jólanótt kl. 23:30. Kirkjan er aðeins opinn fyrir messur. Turn lokaður / Tower closed  25. desember, Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Kirkjan er aðeins...

Foreldramorgnar í kórkjallara

19.12.2017
Á hverjum miðvikudegi eru foreldramorgnar í kórkjallaranum kl. 10 – 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krúttin sín. Sungið og spjallað í góðu samfélagi. Inga Harðardóttir og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir taka vel á móti ykkur.

Árdegismessa

19.12.2017
Á miðvikudagsmorgnum kl. 8 eru árdegismessur í Hallgrímskirkju. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Eftir messu er morgunverður og kaffi. Allir hjartanlega velkomnir, góð leið til þess að byrja daginn snemma.

Síðasta hádegisbænin fyrir jól

17.12.2017
Á morgun, mánudaginn 18. desember kl. 12:15 mun Sigrún Ásgeirsdóttir leiða hádegisbæn. Stundin er innst í kirkjunni við Maríumyndina. Tilvalið að eiga hljóða stund og njóta með Guði. Bænastundirnar hefjast svo aftur á nýju ári 8. janúar. Verið velkomin og gleðileg jól.

Ensk jólamessa / Festival of Nine Lessons and Carols – A Christmas Service in English

15.12.2017
English below: Messa kl. 14, sunnudaginn 17. desember í samkvæmt enskri jólahefð sem prestarnir sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og sr. Bjarni Þór Bjarnason leiða. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur og organisti og stjórnandi er Hörður Áskelsson. Messan er skipulögð af Breska sendiráðinu í Reykjavík. Verið hjartanlega...

Fjölskylduguðþjónusta og jólaball 17. desember kl. 11

15.12.2017
Fjölskylduguðþjónusta kl. 11 í Hallgrímskirkju 17. desember, þriðji sunnudagur í aðventu Umsjón hafa sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Rósa Árnadóttir. Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Ásu Valgerðar Sigurðardóttur. Ragnheiður, Karítas og Hreinn aðstoða. Leikhópurinn Perlan sýnir helgileik undir leikstjórn...

Hádegisjól með Schola cantorum

14.12.2017
Hádegisjól með Schola cantorum föstudaginn 15. desember klukkan 12.00. Tónleikarnir eru aðrir í röð þriggja hádegistónleika kórsins á föstudögum í desember. Á efnisskránni eru ýmsir vinsælir aðventu- og jólasöngvar, m.a. ný útsetning eftir Auði Guðjohnsen kórfélaga á Hátíð fer að höndum ein. Einsöngvarar eru úr röðum kórsins og föstudaginn 8....

#Meetoo

12.12.2017
Hvernig tengist #meetoo trú og aðventu? Svarið er einfalt. Trú og kirkja standa með þolendum. Það er skilgreiningaratriði kristninnar, að Guð sér þolendur, kemur og hjálpar. Fólk, sem játar kristna trú, lætur sig alltaf varða heill og hamingju fólks. Trú er ekki og má aldrei vera flótti frá lífinu. Trú er og á að vera stefna til lífs og fyrir líf....