Fréttir: 2018

Vel mætt í kyrrðarstund og súpu

14.09.2018
Það var vel mætt í fyrstu kyrrðarstundina eftir sumarfrí í hádeginu gær. Björn Steinar Sólbergsson lék ljúfa tóna á orgelið og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir flutti hugvekju og bæn. Að kyrrðarstund lokinni var boðið upp á súpu, brauð og kaffi í Suðursal við góðar undirtektir gesta.

Dagur íslenskrar náttúru og messan

13.09.2018
Elskum við náttúruna? Er nátturan náungi okkar? Sunnudagurinn 16. september er dagur íslenskrar náttúru. Barnastarfið og messan verða kl. 11 og náttúrutengsl okkar verða íhuguð. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og sr. Sigurður Árni Þórðarson þjóna fyrir altari og prédika í samtalsprédikun. Messuþjónar aðstoða. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson....

Kyrrðarstundir hefjast á morgun

12.09.2018
Hinar vikulegu kyrrðarstundir hefjast eftir sumarfrí á morgun, fimmtudaginn 13. september, kl 12:00 í Hallgrímskirkju. Súpa, brauð og kaffi verða borin fram í Suðursal að lokinni kyrrðarstundinni. Allir velkomnir.  

Góðir gestir í Hallgrímskirkju

12.09.2018
Það var fjöldi góðra gesta í messunni í Hallgrímskirkju síðastliðinn sunnudag. Sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup annaðist þjónustuna ásamt prestinum okkar, sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Organistar í messunni voru Hörður Áskelsson organisti Hallgrímskirkju, Jónas Þórir organisti Bústaðakirkju og Marit Agnes Nordahl Nergaard sem lék...

Kyrrðarstund

11.09.2018
Fimmtudaginn 13. september  er kyrrðarstund í hádeginu kl. 12. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina og organisti er Björn Steinar. Eftir stundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Árdegismessa á miðvikudögum

11.09.2018
Góð leið til þess að byrja daginn, árdegismessa kl. 8 á miðvikudögum. Sungið, beðið og hlýtt á stutta hugleiðingu í góðu samfélagi. Prestar og messuþjónar þjóna. Morgunmatur og kaffi eftir messu. sólarupprás Verið hjartanlega velkomin.

Messa og barnastarf 9. september 2018, kl.11

07.09.2018
Messa og barnastarf 9. september 2018, kl.11 Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Kristjáni Val Ingólfssyni og hópi messuþjóna. Félagar úr mótettukór Hallgrímskirkju og kór Bústaðakirkju syngja. Fluttir verða sálmar eftir Trond Kverno. Stjórnendur Trond Kverno, og Hörður Áskelsson. Organistar eru Hörður...

Guð, tendra ljós öllum sem eru í myrkri.

06.09.2018
Við í Hallgrímskirkju fögnum breytingum til bóta. Ljósberinn okkar fagri hefur fengið nýtt útlit og er kominn í þennan fína bakka með hvítum sandi í kring. Sandinn fengum við gefins frá fyrirtækinu Hlaðbær Colas og færum þeim innilegar þakkir. Guð, tendra ljós öllum sem eru í myrkri.

Rán og Saga skoða skírnarfontinn

05.09.2018
Þær tvíburasystur Rán og Saga hafa átt heima í Svíþjóð frá því þær fæddust. En foreldrarnir eru íslenskir og þegar fjölskyldan kom til Íslands jólin 2015 voru þær skírðar sunnudaginn 27. desember. Það var eftirminnilegt og dásamlegt og söfnuðurinn fagnaði. Svo komu þær fyrir skömmu í heimsókn til ömmu sinnar, sem býr í nágrenni Hallgrímskirkju. Og...