Fréttir

Árdegismessa

14.02.2017
Miðvikudaginn 15. febrúar kl. 8 er árdegismessa í Hallgrímskirkju. Messan er frábær leið til þess að hefja daginn í góðu samfélagi og það er vel tekið á móti þér. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir ásamt messuþjónum. Morgunverður eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Liðug á líkama og sál

13.02.2017
Starf eldri borgara í kórkjallaranum á þriðjudögum kl. 11.00 – 13.00. Þar er á dagskránni leikfimi, súpa og spjall. Helga Þorvaldsdóttir, Mjöll Þórarinsdóttir og Katrín leikfimiskennari sjá saman um samveruna. Verið hjartanlega velkomin.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

13.02.2017
Þriðjudaginn 31. janúar kl. 10.30 – 11.00 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja á kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Hádegisbæn á mánudögum

12.02.2017
Á mánudögum er hádegisbæn kl. 12.15 – 12.30 sem Sigrún Ásgeirsdóttir leiðir. Stundin er hjá Maríumyndinni inn í kirkjunni. Opið öllum, verið velkomin.

Messa og barnastarf 12. febrúar kl. 11

10.02.2017
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Umsjón með barnastarfi hafa Inga, Sunna og Guðjón. Kaffisopi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin til messu!

Kyrrðarstund í hádeginu

09.02.2017
Kyrrðarstund er á sínum stað í hádeginu í dag fimmtudag 9. febrúar kl. 12. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Prestur er dr. Sigurður Árni Þórðarson og organsti er Hörður Áskelsson. Eftir stundina er svo seld súpa á vægu verði í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Myndin af Hallgrími

07.02.2017
Nágranni minn á Grímsstaðaholti var að taka til heima hjá sér, grisja og taka niður myndir af vegg. Hann sá mig ganga fram hjá og hljóp út og kallaði til mín. „Má bjóða þér Hallgrím Pétursson?“ Ég sneri mér við og hváði. Svo kom hann út með prentaða mynd Samúels Eggertssonar teiknara og vildi færa mér þar sem ég þjónaði nú kirkjunni sem kennd væri...

Vetrarhátíð 2017 - SÍÐASTA KVÖLDIÐ

05.02.2017
LJÓSLISTAVERKIÐ SKÖPUN LANDS Ljósainnsetningin Sköpun lands eftir Ingvar Björn birtist á Hallgrímskirkju. Verkinu er varpað á Hallgrímskirkju öll kvöld á hátíðinni frá kl 20-24. Myndefnið er samsett úr nokkrum eldgosum og ætti því að vera ansi áhrifaríkt upp eftir allri kirkju. Frekari upplýsingar um...

Hádegisbæn

04.02.2017
Á mánudögum er hádegisbæn kl. 12.15 – 12.30 sem Sigrún Ásgeirsdóttir leiðir. Stundin er hjá Maríumyndinni inn í kirkjunni. Opið öllum, verið velkomin.