Fréttir: 2016

Aftansöngur á aðfangadegi 24. desember kl. 18

22.12.2016
Á aðfangadegi jóla kl. 18 verður aftansöngur þar sem sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar ásamt Barna -og unglingakór Hallgrímskirkju undir stjórn Ásu Valgerðar Sigurðardóttur. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Verið velkomin til kirkju á...

Fjölskylduguðþjónusta 18. desember kl. 11

16.12.2016
Umsjón hafa sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Inga Harðardóttir cand.theol. Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Ásu Valgerðar Sigurðardóttur. Leiðbeinendur úr Sunnudagaskólanum aðstoða. Leikhópurinn Perlan sýnir helgileik undir leikstjórn Bergljótar Arnalds. Organisti er Hörður Áskelsson. Allir eru velkomnir, eftir...

Kyrrðarstund

13.12.2016
Kyrrðarstund er á sínum stað fimmtudaginn 15. desember kl. 12. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Eftir stundina verða seldir jólasmáréttir gegn vægu verði í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Árdegismessa

13.12.2016
Miðvikudaginn 14. desember kl. 8 er árdegismessa í Hallgrímskirkju. Messan er frábær leið til þess að hefja daginn í góðu samfélagi og það er vel tekið á móti þér. Íhugun, bæn og altarisganga. Morgunverður eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Hádegisbæn alla mánudaga

12.12.2016
Mánudaginn 12. desember er stutt bænastund í hádeginu kl. 12.15 – 12.30 sem Sigrún Ásgeirsdóttir leiðir. Stundin er inn í kirkju hjá myndinni af Maríu mey. Verið hjartanlega velkomin.

NOËL NOËL orgeltónleikar

09.12.2016
JÓL –NOËL NOËL Jólatónlistarhátið Hallgrímskirkju á vegum Listvinafélags kirkjunnar heldur áfram sunnudaginn 11. desember kl. 17, þegar Björn Steinar Sólbergsson leikur á hið volduga Klaisorgel Hallgrímskirkju.       Á efnisskránni eru verk tengd aðventu- og jólum m.a. hið undurfagra Pastorale eftir J.S.Bach, frönsk Noël og kaflar úr Widor...

Messa og barnastarf – Þriðji sunnudagur í aðventu

09.12.2016
Messa sunnudaginn 11. desember kl 11. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar þjónar fyrir altari ásamt Magneu Sverrisdóttur. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkjuleiða messusönginn. Organisti er Hörður Áskelsson. Barnastarfið er í umsjá Ingu Harðardóttur, Ragnheiðar Bjarnadóttur og Guðjóns Andra Rabbevaag Reynissonar.  

Kyrrðarstund

07.12.2016
Kyrrðarstund er á sínum stað fimmtudaginn 8. desember kl. 12. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Eftir stundina er svo seld súpa á vægu verði í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Liðug á líkama og sál

05.12.2016
Starf eldri borgara í kórkjallaranum á þriðjudögum kl. 11.00 – 13.00. Leikfimi, súpa og spjall. Helga Þorvaldsdóttir og Mjöll Þórarinsdóttir sjá saman um samveruna. Verið hjartanlega velkomin.