Fréttir: 2017

Messa og sögustund 25. júní kl. 11

23.06.2017
Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með sögustund hefur Inga Harðardóttir en þetta er jafnframt síðasta sögustundin fyrir sumarfrí en barnastarfið hefst að nýju í september. Í messunum í júlí og ágúst verða þó bækur...

Alþjóðlegt orgelsumar að hefjast!

20.06.2017
Alþjóðlegt orgelsumar hefur unnið sinn sess sem árlegur sumarviðburður í Hallgrímskirkju og í ár er þetta 25. árið í röð sem það er haldið. Ávallt gleði og tilhlökkun fyrir gesti, innlenda sem erlenda sem vilja heyra orgelhljóma og sönghljóma. Einnig í ár er tilefni til þess að fagna 25 ára afmælisári Klais orgelsins sem var vígt í desember 1992....

Foreldramorgnar í kórkjallara

19.06.2017
  Foreldramorgnar eru í kórkjallara alla miðvikudagsmorgna kl. 10.00 – 12.00. Foreldrar með kríli og krútt eru hjartanlega velkomin. Umsjón: Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir.

Árdegismessa

19.06.2017
Árdegismessa er í allt sumar á miðvikudögum kl. 8 í Hallgrímskirkju. Frábært tækifæri til þess að hefja daginn í góðu samfélagi og það er vel tekið á móti þér. Sr. Birgir Ásgeirsson leiðir ásamt messuþjónum þennan miðvikudaginn. Morgunverður eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

19.06.2017
  Þriðjudaginn 19. júní kl. 10.30 – 11.00 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Sr. Birgir Ásgeirsson leiðir stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja á kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Messa og sögustund 18. júní kl. 11

16.06.2017
Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Umsjón með sögustund hefur Inga Harðardóttir. Kaffisopi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin. Hérna er messuskráin í tölvutæku...

Foreldramorgnar í kórkjallara

12.06.2017
Foreldramorgnar verða á sínum stað í allt sumar í kórkjallaranum alla miðvikudagsmorgna kl. 10.00 – 12.00. Foreldrar með kríli og krútt eru hjartanlega velkomin. Umsjón: Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir.

Árdegismessa

12.06.2017
Árdegismessa miðvikudag 14. maí kl. 8 í Hallgrímskirkju. Frábært tækifæri til þess að hefja daginn í góðu samfélagi og það er vel tekið á móti þér. Sr. Birgir Ásgeirsson leiðir ásamt messuþjónum. Morgunverður eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

12.06.2017
Þriðjudaginn 13. júní kl. 10.30 – 11.00 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Sr. Birgir Ásgeirsson leiðir stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja á kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.