Á morgun, mánudaginn 30. maí mun Sigrún Ásgeirsdóttir leiða stutta bænastund í hádeginu á kl. 12.15 12.30. Stundin er inn í kirkju hjá myndinni af Maríu mey.
Verið velkomin.
English below:
Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Forsöngvari er Þóra H. Passauer. Organisti er Hörður Áskelsson. Kaffisopi eftir messu.
Verið velkomin.
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Service with Holy Communion ...
Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Barnastarf er í umsjá Ingu Harðardóttur. Kaffisopi eftir messu.
Verið velkomin.
Textar:
Lexía: 5Mós 15.7-8, 10-11
Ef einhver bræðra þinna er fátækur í einni af borgum þínum í landinu...
Einar Karl Haraldsson skrifar um íbúaþróun og breytingar í Hallgrímssókn:
Litlar breytingar hafa verið í heildarfjölda íbúa á síðustu árum en á hinn bóginn er að verða róttæk umskipti í samsetningu íbúa og aldursdreifingu.
Mrgar tölfræðilegar staðreyndir sýna að viðfangsefni Hallgrímssóknar eru býsna sérstök. Á árunum 2012 til 2015...
Barnakór Ísaksskóla og Barna og unglingakór Hallgrímskirkju halda sameiginlega vortónleika fimmtudaginn 26. maí. Tónleikarnir verða haldnir í sal Ísaksskóla við Bólstaðahlíð kl. 17.30. Kórstjóri beggja kóranna er Ása Valgerður Sigurðardóttir og píanóleikari er Björk Sigurðardóttir. Ókeypis aðgangur og verið velkomin. =)
Foreldramorgnar eru í kórkjallara alla miðvikudagsmorgna kl. 10.00 12.00. Dagskrá: Opið hús. Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir taka vel á móti ykkur.
Varla er til betri leið til þess að byrja daginn. Á miðvikudaginn kl. 8 er árdegismessa þar sem dr. Sigurður Árni Þórðarson og messuþjónar þjóna í sameiningu. Ljúf stund sem inniheldur söng, hugleiðingu og bænastund. Eftir messuna er morgunmatur og kaffi.
Verið hjartanlega velkomin.