Fréttir: 2021

Fyrsta guðsþjónustan í þaklausri kirkju

14.10.2021
Margir dagar ársins tengjast stórviðburðum í sögu kirkjunnar. 14. október er einn þessara daga. Þann dag árið 1962 var haldin fyrsta guðsþjónustan í kirkjuskipi Hallgrímskirkju. Á þessum degi, 14. október árið 1962, var haldin fyrsta guðsþjónustan í kirkjuskipi Hallgrímskirkju. Til þess tíma og raunar til 1974 var messað í kór kirkjunnar. Á...

Miðvikudagsmessa og fimmtudagskyrrðarstund

11.10.2021
Alla miðvikudagsmorgna er messað í Hallgrímskirkju kl. 10,30. Hópur messuþjóna sér um messurnar ásamt prestum kirkjunnar. Á fimmtudögum yfir vetrartímann eru kyrrðarstundir í hádeginu, kl. 12, með orgelleik og íhugun. Organistar og prestar kirkjunnar sjá um þessar stundir. Kyrrðarstund í kirkjunni eflir. Verið velkomin. Mynd SÁÞ, 5. október,...

Orð skapa veruleika

11.10.2021
Sr. Aldís Rut Gunnarsdóttir flytur hádegiserindi þriðjudaginn 12. október um orð sem skapa veruleika. Hvernig er hægt að tala um og við Guð? Hvað eru bænir? Hver eru mörk tungumáls og málsnið í trúartúlkun nútímasamfélags? Guðsmynd okkar, skiptir hún máli? Um þetta efni skrifaði sr. Aldís Rut meistaraprófsritgerð sína og ræðir í...

Bleik fjölskylduguðsþjónusta 10. okt.

08.10.2021
Á sunnudaginn kemur, 10. okt. kl. 11 verður Bleik fjölskylduguðsþjónusta í Hallgrímskirkju í tilefni af bleikum október. Sr. Sigurður Árni og Kristný Rós djákni leiða þjónustuna. Björn Steinar spilar á orgelið og verður einnig með skemmtilega kynningu á Klais orgelinu eftir stundina fyrir alla kirkjugesti. Söngur, brúðuleikhús, hugvekja, bænir og...

Hermann Þorsteinsson – aldarminning

07.10.2021
Hann hefði orðið eitt hundrað ára 7. október 2021. Hermann Þorsteinsson var afreksmaður og stýrði byggingu Hallgrímskirkju. Kirkjan er ekki aðeins verk kvenfélagskvenna sem bökuðu upp kirkjuna, arkitekts, listamanna og presta heldur líka Hermanns Þorsteinssonar. Hann var ekki aðeins sóknarnefndarmaður og formaður sóknarnefndar í áratugi heldur...

Hvað er að gerast í guðfræðinni?

02.10.2021
Á þriðjudagsfundum í október verða fræðslufundir á vegum Hallgrímskirkju um guðfræði og trúarbragðafræði. Fundirnir verða í Suðursal Hallgrímskirkju. Athugið að þeir hefjast kl. 12,07. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson mun reyndar á fyrsta fundinum líka ganga um kirkjuskipið, benda á kirkjutáknin og ræða um þau. Prestar kirkjunnar stýra fundum. Allir...

Sunnudagsmessan

30.09.2021
Átjándi sunnudagur eftir þrenningarhátíð Messa 3. október 2021 kl. 11 Séra Eiríkur Jóhannsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Forsöngvarar Elfa Dröfn Stefánsdóttir, Fjölnir Ólafsson, Heiðdís Hanna Sigurðardóttir, Páll Sólmundur Eydal, Thelma Hrönn...

Allt hefur sinn tíma

30.09.2021
Prédikanir og pistlar
Prédikun séra Eiríks Jóhannssonar sunnudaginn 26. september Náð sé með yður og friður, frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi.Við heyrðum hér áðan lesin kunnugleg orð. Einkum í fyrri ritningarlestri dagsins, úr Prédikaranum. Öllu er afmörkuð stund. Allt hefur sinn tíma. Við höfum áreiðanlega flest tekið okkur eitthvað svipað í munn. Ekki er...

Haust og Bach í Hallgrímskirkju 2. október

29.09.2021
Tónleikaröðin Haust í Hallgrímskirkju hóf göngu sína nú í september með glæsilegum tónleikum kórs Clare College í Cambridge þann 18. september síðastliðinn. Á öðrum tónleikum í röðinni þann 2. október næstkomandi, munu þau Björn Steinar Sólbergsson organisti og Guja Sandholt, söngkona, flytja verk eftir Johann Sebastian Bach og Johann...