Borgin styrkir verkefni Ólafs Elíassonar í turni
09.04.2022
Fréttir
Fimmtudaginn 7. apríl síðastliðinn skrifaði Reykjavíkurborg undir samning við Hallgrímskirkju um að taka þátt í fjármögnun á innsetningu eftir Ólaf Elíasson sem ráðgert er að verði bæði á 8. og 9. hæð í turni kirkjunnar sem stundum eru nefndar útsýnishæðirnar. Reykjavíkurborg greiðir Hallgrímskirkju samtals 20 milljónir króna í styrk sem deilist niður á þrjú ár. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigríður Hjálmarsdóttir , framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju, skrifuðu undir samninginn.