Fréttir: 2022

Borgin styrkir verkefni Ólafs Elíassonar í turni

09.04.2022
Fréttir
Fimmtudaginn 7. apríl síðastliðinn skrifaði Reykjavíkurborg undir samning við Hallgrímskirkju um að taka þátt í fjármögnun á innsetningu eftir Ólaf Elíasson sem ráðgert er að verði bæði á 8. og 9. hæð í turni kirkjunnar sem stundum eru nefndar útsýnishæðirnar. Reykjavíkurborg greiðir Hallgrímskirkju samtals 20 milljónir króna í styrk sem deilist niður á þrjú ár. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigríður Hjálmarsdóttir , framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju, skrifuðu undir samninginn.

Brauð lífsins

27.03.2022
Fréttir
Ég spurði móður mína einu sinni hvort hún hefði einhvern tíma fengið svo lítið að borða í uppvextinum að hún hefði svelt. Hún svaraði neitandi og sagðist vera af fyrstu kynslóð Íslendinga sem hefði ekki einhvern tíma soltið. En foreldrar hennar hefðu oft verið svöng. Og afi og amma pabbamegin hefðu soltið líka. Hún minnti mig svo á að það væri...

Viltu gefa bænatré?

24.03.2022
Fréttir
Bænatréð í Hallgrímskirkju er fullnýtt. Komufólk í Hallgrímskirkju biður gjarnan bænir og bindur garnspotta á bænatréð í mismunandi litum og í samræmi við bænirnar. Bænatré eru gjarnan í Hallgrímskirkju á föstunni fyrir páska. Nú er búið að binda svo marga spotta á tréð að fleiri komast varla fyrir. Tréð hefur verið við inngang kikjunnar en í dag fluttum við tréð upp í kór. Þar verður það næstu vikur. Brumin á bænatrénu, sem er birkitré, eru byrjuð að springa út. Birkilaufin eru sýnileg eins og svar af hæðum við öllum mismunandi og litríku bænunum. En hvað með bænir þeirra sem koma í kirkjuna næstu vikur? Fá þau ekki tækifæri til að tákna bænir sínar með því að hengja litríka spotta á bænatré? Jú, ef einhver er svo gjafmildur að gefa Hallgrímskirkju nýtt tré! Er 2,5-3 metra hátt birkitré í garðinum þínum sem langar til að fara í kirkju? Vilt þú gefa það kirkjunni til að það þjóni sem bænatré. Ef svo er hafðu samband við okkur. Síminn er 510 1000. 

Les Passíusálmana í síðasta sinn!

18.03.2022
Fréttir
Sigurður Skúlason flytur Passíusálmana í Hallgrímskirkju 15. apríl, föstudaginn langa, 2022. Sigurður hefur oft lesið Passíusálmana, m.a. í Grafarvogskirkju, Kópavogskirkju, Guðríðarkirkju og Hallgrímskirkju í Saurbæ. Hann er því handgenginn sálmunum og hefur mótaðar skoðanir á túlkun og lestrarháttum. Sigurður les Passíusálmana í síðasta sinn í ár, 2022. Oftast hefur hópur lesara flutt sálmana í Hallgrímskirkju. En Sigurður mun einn lesa passíusálmana sem er þrekvirki. Sigurður hefur starfað sem leikari, stundað ritstörf og starfað við kennslu. Hann hefur leikið í sjónvarpi og kvikmyndum og leikhúsi. Lestur passíusálma er árlegur viðburður í Hallgrímskirkju og lestur Sigurðar í ár er stórviðburður.

Passíusálmarnir koma út á finnsku og færeysku

14.03.2022
Fréttir
Passíusálmarnir vekja athygli og eru útflutningsvara. Nú er nýrra þýðinga að vænta. Sálmarnir verða gefnir út á færeysku og Tytti Issakanine er að þýða sálmana á finnsku.

Neyðarópið sem frumóp

14.03.2022
Prédikanir og pistlar, Fréttir, Helgihald
Hin blóðuga, særða og þungaða kona, Mariana í Mariupol, lifði af árás á fæðingardeildina. Myndirnar af henni þegar hún staulaðist milli hæða í húsarústunum fóru um allan hinn rafræna heim. En Mariana fæddi lifandi barn, þrátt fyrir að fæðingardeildin hefði verið eyðilögð. Það var dóttir sem lifði. Í gær var tilkynnt að hún hafi verið nefnd Veronika. Hvað þýðir það nafn: Boðberi sigurs. Stórkostlegt. Lífið heldur áfram.

Ástarrannsóknir

11.03.2022
Fréttir
ástin er eitt mikilvægast fyrirbæri mannlífsins. Hvernig nálgast fræðimenn þetta svið.

Friðargjörningur

10.03.2022
Fréttir
Tónleikar voru haldnir í Hallgrímskirkju 8. mars til að tjá samstöðu með Úkraínumönnum. Fjöldi listamanna og ræðumanna sungu, töluðu og tjáðu frið. Friðargjörningurinn var samstarfsverkefni margra aðila og Hallgrímskirkja var einn þeirra. Einar Karl Haraldsson, formaður sóknarnefndar, lagði raunar til að viðburðurinn yrði í kirkjunni. Flest starfsfólk kirkjunnar kom að undirbúningi og framkvæmd þessa friðargjörnings og Kór Hallgrímskirkju söng.

Þær bökuðu upp kirkjuna!

08.03.2022
Fréttir
Kvenfélag Hallgrímskirkju er 80 ára í dag. Félagskonurnar hafa þjónað söfnuðinum stórkostlega og lagt til fé til starfs kirkjunnar. Þær "bökuðu upp kirkjuna" og lögðu kirkjunni til búnað til helgihalds og safnaðarlífs.