Upp, upp mín sál og Sigurðarafrekið
16.04.2022
Fréttir
Sigurður Skúlason las Passíusálma Hallgríms Péturssonar í tólfta en síðasta sinn opinberlega föstudaginn langa 2022. Lestur Sigurðar var hrífandi, skýr, flæðandi, látlaus, efnislega merkingartúlkandi og persónulegur. Það fór ekki fram hjá neinum að Sigurður las og túlkaði með innlifun og skilningi. Hann virti átök Hallgríms við söguefni píslarsögunnar, innlifaðist tengslagetu skáldsins við ástvininn Jesú Krist og túlkaði djúpglímu manneskjunnar Hallgríms við Guð, menn, mál og líf. Það er klassíkin í Passíusálmunum.