Saga skírnarfonts Hallgrímskirkju
10.12.2021
Fréttir
Skírnarfontur Hallgrímskirkju var helgaður og blessaður fyrsta sunnudag í aðventu árið 2001. Tuttugu árum síðar sögðu Leifur Breiðfjörð og Sigríður Jóhannsdóttir, kona hans og samstarfsmaður, frá tilurð fontsins og öðrum listaverkum eftir þau í Hallgrímskirkju. Ávarp þeirra í athöfn eftir guðsþjónustu fyrsta sunnudags í aðventu er hér að neðan. Mikill fengur er að þessari greinargerð þeirra til skilnings á gerð fontsins og verkum þeirra í kirkjunni.