Fréttir: Október 2016

Listaverk Leifs Breiðfjörð í Hallgrímskirkju

27.10.2016
Listaverk Leifs Breiðfjörð í Hallgrímskirkju 28. október, kl. 13.00–14.30 Leifur Breiðfjörð ræðir um listaverk sín í Hallgrímskirkju. Dagskráin hefst í forkirkju Hallgrímskirkju. Fjallað verður um dyr kirkjunnar, skírnarfont, prédikunarstól og Hallgrímsgluggann. Þá mun Sigríður Jóhannsdóttir segja frá textílverkum sínum í eigu kirkjunnar.

Hallgrímskirkja 30 ára

26.10.2016
Til hamingju með afmælið. Í dag eru 30 ár liðin frá vígslu kirkjunnar, 26. október 1986. Ótrúlega stuttur tími miðað við stórkostlegan árangur og starf. Helgihald hefur verið rækt af fegurð og trúmennsku. Miklar hátíðir hafa verið haldnar og listin hefur blómstrað. Milljónir fólks hafa komið í Hallgrímskirkju. Margir hafa lifað sínar stærstu...

Kyrrðarstund

26.10.2016
Kyrrðarstund er á sínum stað og verður fimmtudaginn 27. október kl. 12. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Prestur er sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og organsti er Björn Steinar Sólbergsson. Eftir stundina er svo seld súpa á vægu verði í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.  

Hallgrímsmessa

26.10.2016
Hallgrímsmessa Miðvikudaginn 26. október kl. 20.00 Á kirkjudegi Hallgrímskirkju, miðvikudaginn 26. október, verður messað kl. 20. Sálmar Hallgríms verða sungnir. Schola cantorum syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Orgelleikur: Björn Steinar Sólbergsson. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar. Altarisþjónusta: Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, sr....

Orgelin í Hallgrímskirkju

26.10.2016
Orgelin í Hallgrímskirkju Miðvikudaginn 26. október kl. 18.00 Tvö merkileg orgel eru í Hallgrímskirkju frá orgelsmiðunum Klais og Frobenius. Hörður Áskelsson, kantor kirkjunnar, segir frá undirbúningi og ákvörðun um gerð og fyrirkomulag Klais-orgels kirkjunnar. Orgelleikur: Björn Steinar Sólbergsson.

Foreldramorgnar í kórkjallara

25.10.2016
Foreldramorgnar eru í kórkjallara alla miðvikudagsmorgna kl. 10.00 – 12.00. Foreldrar með kríli og krútt eru hjartanlega velkomin. Umsjón: Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir.

Árdegismessa

25.10.2016
Miðvikudaginn 26. október kl. 8 er árdegismessa í Hallgrímskirkju. Messan er frábær leið til þess að hefja daginn í góðu samfélagi og það er vel tekið á móti þér. Dr. Sigurður Árni Þórðarson leiðir ásamt messuþjónum. Morgunverður eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Liðug á líkama og sál

24.10.2016
Starf eldri borgara í kórkjallaranum á þriðjudögum kl. 11.00 – 13.00. Leikfimi, súpa og spjall. Helga Þorvaldsdóttir og Mjöll Þórarinsdóttir sjá saman um samveruna. Verið hjartanlega velkomin.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

24.10.2016
Á morgun, þriðjudaginn 25. október kl. 10.30 – 11.00 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Dr. Sigurður Árni Þórðarson leiðir stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja á kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.