Fréttir: 2025

Kvöldkirkja í kvöld 10. apríl kl. 20:00-22:00

10.04.2025
Kyrrð, ró og íhugun einkenna kvöldkirkjuna í Hallgrímskirkju.Prestar kirkjunnar og kirkjuhaldari flytja hugvekjur á 30 mínútna fresti.Á meðfylgjandi mynd er Kira Kira, eða Kristín Björk Kristjánsdóttir. Hún er tónskáld, myndlistar- og kvikmyndargerðarkona og hefur í gegn um árin lagt áherslu á samstarf ólíkra listamanna og samruna listmiðla. Hún...

Prédikunarstóllinn - 16. mars 2025 / Hvað verður til í tómarúmi?

07.04.2025
Prédikanir og pistlar
Hvað verður til í tómarúmi? Náð sé með yður og friður, frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Nú eru þrír dagar liðnir frá vorjafndægrum og því eru nú dagarnir orðnir lengri en næturnar. Þetta minnir okkur á orð Jóhannesar skírara þegar hann sagði um Jesú: „hann á að vaxa en ég að minnka“, en það er einmitt um jól sem dag tekur að lengja...

„Bach er besti vinur organistans og förunautur frá fyrsta orgeltíma og loka lífsins!“

04.04.2025
Þetta segir Björn Steinar Sólbergsson organisti og tónlistarstjóri Hallgrímskirkju um samband sitt við tónskáldið. Björn Steinar & Bach vísa okkur leiðina inn í vorið á þessum fallegu orgeltónleikum í Hallgrímskirkju nk. laugardag, 5. apríl kl. 12:00. Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is   Á efnisskránni sem er hér að neðan...

UPPFÆRT: ÞETTA ER APRÍLGABB HALLGRÍMSKIRKJU 2025

01.04.2025
Krossfesti Kristurinn Frásögn hans JK – Líf mitt eftir krossinn! Fyrsta bók splunkuýs útgáfufélags Hallgrímskirkju, Jesus Publishing, er komin út. Höfum við velt fyrir okkur lífi manns eftir dóm?Höfum við velt fyrir okkur ævi manns eitt sinn drepinn?Höfum við velt fyrir okkur lífi manns sem kominn er aftur á kreik?...Lífið sem slíkur maður...

Hallgrímskirkja og umfjöllun

13.03.2025
Hallgrímskirkja er mjög vinsæl hjá bloggurum og á samfélagsmiðlum. Emily Fata er ung samfélagsmiðlastjarna sem stendur fyrir heimasíðu og samfélagsmiðlasíðum undir nafninu Wanderous affaris. Emily ferðast um heiminn og skrifar um ævintýri sín. Eftir Íslandsferð þar sem hún heimsótti m.a. Hallgrímskirkju skrifaði greinina "What to Do in Reykjavík...

Prédikunarstóllinn / Freistingar valdsins - Fyrsti sunnudagur í föstu, 9. mars 2025

12.03.2025
Freistingar valdsinsFyrsti sunnudagur í föstu, 9. mars 2025 Nú er fastan gengin í garð og hinir hefðbundnu upphafsdagar að baki, bolludagur, sprengidagur og öskudagur.Ekki er nú víst að fólk almennt taki mikið mark á þessu dagatali kirkjuársins yfirhöfuð eða breyti mikið sínum lífsstíl á þessum tíma, þessum fjörutíu dögum fram að páskum sem við...

Hið góða líf! / Að lokum

08.03.2025
Hið góða líf! Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist. (Jóh. 14:27) Fimmta og síðasta fræðsluerindið undir yfirskriftinni „Hið góða líf“ verður flutt þriðjudaginn 11. mars 2025 kl. 12.00. þar munu sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og sr. Eiríkur Jóhannsson prestar...

Kór Hallgrímskirkju tekur þátt í 75 ára afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands

07.03.2025
Kór Hallgrímskirkju tekur þátt í 75 ára afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands Kór Hallgrímskirkju ásamt Kór Langholtskirkju og Sinfóníuhljómsveit Íslands á 75 ára afmælistónleikum sveitarinnar í Eldborg í Hörpu frumfluttu í gær Darraðarljóð eftir Jón Leifs. Í kvöld verða aðrir tónleikar hljómsveitarinnar fyrir fullum sal Eldborgar, en...

Ferðamenn forðuðu sér inn í Hallgrímskirkju úr storminum á þriðjudaginn

06.03.2025
Það gekk á með öllum veðrum á þriðjudaginn í Reykjavík og  á milli sólargeisla og lognsins földu ferða- og heimafólk sig í Hallgrímskirkju. Þá varð nokkuð notarleg stemning í anddyrinu á meðan fólk beið eftir að komast aftur út og fylgja hér nokkrar myndir. HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR Í VONSKUVEÐRI!