Fréttir: Október 2016

Liðug á líkama og sál

31.10.2016
Starf eldri borgara í kórkjallaranum á þriðjudögum kl. 11.00 – 13.00. Leikfimi, súpa og spjall. Helga Þorvaldsdóttir og Mjöll Þórarinsdóttir sjá saman um samveruna. Verið hjartanlega velkomin.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

31.10.2016
Á morgun, þriðjudaginn 1. nóvember kl. 10.30 – 11.00 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja á kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Krílasálmar í Hallgrímskirkju

30.10.2016
Krílasálmar tónlistarstundir fyrir lítil kríli og krútt Námskeið í Hallgrímskirkju 3. nóv-8.des 2016 Krílasálmar eru tónlistarstundir fyrir börn á aldrinum 3-18 mánaða og foreldra þeirra, þar sem tónlist er notuð til að styrkja tengslamyndun og örva þroska barnanna.  Það er sungið fyrir þau og spilað á hin ýmsu hljóðfæri, þeim vaggað, dansað...

Hádegisbæn á mánudögum

30.10.2016
Mánudaginn 31. október er stutt bænastund í hádeginu kl. 12.15 – 12.30 sem Sigrún Ásgeirsdóttir leiðir. Stundin er inn í kirkju hjá myndinni af Maríu mey. Verið hjartanlega velkomin.

Ensk messa 30. september kl. 14

29.10.2016
Ensk messa með altarisgöngu í Hallgrímskirkju 30. október kl. 14.00. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Kaffisopi eftir messu. Allir velkomnir.

Hátíðarmessa - 30. október kl. 11.

29.10.2016
Hátíðarmessa 30. október kl. 11. Prestar kirkjunnar nú og fyrr þjóna, Bjarni Þór Bjarnason, Birgir Ásgeirsson, Jón Dalbú Hróbjartsson, Irma Sjöfn Óskarsdóttir, Sigurður Pálsson og Sigurður Árni Þórðarson. Karl Sigurbjörnsson, fyrrv. biskup Íslands, prédikar. Messuþjónar. Mótettukór Hallgrímskirkju og Alþjóðlega barokksveitin. Stjórnandi:...

Hátíðardagskrá - 30. októrber kl. 10

28.10.2016
Forseti Íslands, dr. Guðni Th. Jóhannesson, flytur ávarp. 30. október kl. 10.00 Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Ásu Valgerðar Sigurðardóttir. Bára Grímsdóttir syngur við undirleik Chris Foster.

Hátíðartónleikar í tilefni af 30 ára vígsluafmæli Hallgrímskirkju

28.10.2016
Hátíðartónleikar í tilefni af 30 ára vígsluafmæli Hallgrímskirkju 29. október, laugardag kl. 19. 30. október, sunnudag kl. 17.   HRÍFANDI BAROKKSVEIFLA OG EUROVISIONSTEFIÐ Í ALLRI SINNI DÝRÐ! Hátíðlegur lúðraþytur og pákuslög ásamt glæsilegum söng og hljóðfæraslætti fylla hvelfingar Hallgrímskirkju þegar Mótettukór Hallgrímskirkju...

Myndlistarsýning Erlu S. Haraldsdóttur - Genesis

27.10.2016
Genesis - Erla S. Haraldsdóttir Laugardaginn 29. október kl. 14 Myndlistarsýning í forkirkju Hallgrímskirkju Genesis er heiti sýningar Erlu S. Haraldsdóttur. Sköpunarsagan liggur til grundvallar sýningunni. Erla sýnir sjö ný málverk. Sköpunarsagan er þekkt stef í kirkjulistasögunni og gengur Erla inn í þá hefð á eigin forsendum með því...