Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Umsjón með barnastarfi hefur Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi. Kaffisopi eftir messu.
Verið velkomin!
Kammerkórinn okkar Schola cantorum gaf út í sumar nýjan geisladisk, Meditatio. Sænski músíkútgáfurisinn BIS sá um framleiðsluna. Nú hefur Musicweb - International birt gagnrýni John Quinn og hann lofar diskinn og flytjendur. Hann segir On all counts this disc is a winner.
Hann skrifar líka: ,,This is truly an outstanding disc. The choir...
Kyrrðarstund er á sínum stað og verður fimmtudaginn 29. september kl. 12. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Prestur er dr. Sigurður Árni Þórðarson og organsti er Hörður Áskelsson. Eftir stundina er svo seld súpa á vægu verði í Suðursal kirkjunnar.
Verið hjartanlega velkomin!
Miðvikudaginn 5. septemer kl. 8 er árdegismessa í Hallgrímskirkju. Messan er frábær leið til þess að hefja daginn í góðu samfélagi og það er vel tekið á móti þér. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir ásamt messuþjónum. Morgunverður eftir messu.
Verið hjartanlega velkomin.
Á morgun, þriðjudaginn 4. október kl. 10.30 11.00 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum með altarisgöngu. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja á kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina.
Kl. 11 byrjar svo starf eldri borgara, Liðug á líkama og sál. Á dagskránni þann...
Hátíðlegur lúðraþytur og pákuslög ásamt glæsilegum söng og hljóðfæraslætti fylla hvelfingar Hallgrímskirkju þegar Mótettukór Hallgrímskirkju ásamt Alþjóðlegu barokksveitinni í Hallgrímskirkju (áður Den Haag) flytja glæsilegu hátíðarverkin Fanfare og Te Deum eftir Charpentier og Messu nr. 1 í F-dúr eftir J.S. Bach í tilefni af 30 ára...
Guðlast er að virða ekki hinn elskandi, leysandi og styðjandi Guð. Að Guð elskunnar sé ekki elskaður. Prédikun Sigurðar Árna í útvarpsmessunni í Hallgrímskirkju 2. október er að baki þessum smellum tru.is og sigurdurarni.is
Mánudaginn 26. september er stutt bænastund í hádeginu kl. 12.15 12.30 sem Sigrún Ásgeirsdóttir leiðir. Stundin er inn í kirkju hjá myndinni af Maríu mey. Verið hjartanlega velkomin.