Fréttir: Desember 2021

Heit ástarkveðja

08.05.2021
Yfir kirkjudyrum Hallgrímskirkju stendur: „Beygðu holdsins og hjartans kné, heit bæn þín ástarkveðja sé.“ Hvað merkir það? Mæðradagur og bænadagur eru sama daginn, 9. maí. Guðsþjónustan í Hallgrímskirkju hefst kl. 11. Sigurður Árni Þórðarson talar um ást, bæn, trú og kirkju í prédikun. Irma Sjöfn Óskarsdóttur þjónar fyrir altari....

Athugasemd við tölvubréf til Listvina

02.05.2021
Í tölvubréfi til Listvina 1. maí sl. segir Hörður Áskelsson (HÁ) kantor: „Forsvarsfólk Hallgrímskirkju hefur kosið að víkja mér úr starfi kantors Hallgrímskirkju með starfslokasamningi, sem ég get ekki annað en sætt mig við.“  Af þessu tilefni er rétt að taka fram að Hörður lagði sjálfur fram ósk um hreinan starfslokasamning, eftir að hafa...

Fögnum að hittast á ný við sunnudagsguðsþjónustu

30.04.2021
Í Hallgrímskirkju fögnum við því að hittast  á ný við guðsþjónustu sunnudaginn 2. maí nk. kl. 11.00  Endurskoðun og breytingar, staðfesta og traust er til umfjöllunar í guðspjalli og prédikun dagsins , nýr söngur, von og framtíð. Jesús minnir okkur á þetta allt í guðspjalli sunnudagsins og segir:  „ég er sá sem ég er“ . Þetta á vel við þegar við...

Júlía og jurtirnar

25.04.2021
Í dag mun ég skíra stúlku sem býr í húsinu í grænmetisgarðinum hennar mömmu við Tómasarhaga í Reykjavík. Garðurinn var gróðurvin hverfisins frá miðri tuttugustu öld og frægur fyrir gæðakál, ofurrófur og gulrætur sem krakkarnir í nágrenninu laumuðust í. Mamma skammaðist ekki yfir rófnastuldi heldur taldi þvert á móti mikilvægt að koma vítamíni...

Helgihaldið í Hallgrímskirkju

23.04.2021
Sunnudaginn 25. apríl verður bænastund kl. 12 í kirkjunni. Ensk guðsþjónusta fellur niður þennan síðasta sunnudag aprílmánaðar. Stefnt er að því að guðsþjónustur hefjist að nýju í Hallgrímskirkju sunnudaginn 2. maí kl. 11. Bænastundir eru alla daga á hádegi frá sunnudegi til fimmtudags, kl. 12. Kirkjan er opin alla daga vikunnar alla daga frá kl....

Tvennir tónleikar laugardaginn 24. apríl í Hallgrímskirkju

22.04.2021
Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Jónas Þórir orgelleikari verða með tvenna tónleika í Hallgrímskirkju laugardaginn 24. apríl kl. 14:00 og kl. 16:00. Hjörleifur Valsson ( 1970) fiðluleikari er í heimsókn á Íslandi þessa dagana en hann býr í Asker, rétt fyrir utan Ósló. Þar er hann sjálfstætt starfandi hljóðfæraleikari auk þess að kenna...

Hjörð og hirðir

18.04.2021
Árstíð vorsins, sætsúr þefur úr varnarlausri jörðinni.  Ekkert sem skýlir nekt hennar þar til grasið fer að grænka og hylja, tré að laufgast og sólin að ylja.   Í vorinu heyrist brátt skríkjandi fuglasöngur og tímans tákn er lamb sem lítur dagsins ljós, ótal líf í heiminn borinn og okkur þykir þetta allt svo merkilegt – hvert líf sem kviknar.  Svo...

Guðsþjónustur falla niður enn um sinn

16.04.2021
Þegar samkomubanni léttir.  Þegar, þegar, þegar og hvað þá ?  Hefði okkur komið til hugar að vorið 2021 enn og aftur yrði þögnin og kyrrðin, logi á kertum, bænaljós það eina sem rúmast í kirkjunni auk 10 einstaklinga, síðan 20 og nú í dag eru það 30 sem mega koma saman við formlegt helgihald utan útfara. Hér í Hallgrímskirkju er því ekki...

Verður messa?

10.04.2021
Nú eru gleðidagar og trúin er ræktuð með óformlegum hætti, í kirkju náttúrunnar og innri helgidómum anda og heimila. Vegna sóttvarnarreglna stjórnvalda eru fjölmennar guðsþjónustur óheimilar í Hallgrímskirkju. En fámennar athafnir eru haldnar. Sunnudaginn 11. apríl verður t.d. fermingarathöfn en aðeins nánasta fjölskyldufólk fermingarungmenna fær...