Fréttir: Desember 2021

Hallgrímskirkjupálminn

28.03.2021
„Af hverju er tré í kirkjunni?“ Barnsleg spurningin var skemmtileg. Ég mundi líka að ég spurði mömmu sömu spurningar þegar ég var í guðsþjónustu í Hallgrímskirkju á sjötta áratug síðustu aldar. Stórar pálmagreinar blöstu við okkur. Mamma sagði mér að þetta væri pálmi sem vinafólk hennar hefði gefið. Pálmar væru merkileg tré og það væri líka talað...

Helgihald í hádeginu og opin kirkja

27.03.2021
Hádegsbænir verða í Hallgrímskirkju á pálmasunndegi kl. 12. Prestur Sigurður Árni Þórðarson. Í hádeginu mánudag til fimmtudags verða passíusálmar lesnir. Mánudag og þriðjudag les Steinunn B. Jóhannesdóttir. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir les á miðvikudegi og á skírdegi les Axel Gunnarsson. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið á undan og eftir...

Verða einhverjar messur?

26.03.2021
Nýjar sóttvarnarreglur stjórnvalda breyta öllum áætlunum Hallgrímskirkju varðandi viðburði. Frá og með pálmasunnudegi 28. mars og til 15. apríl falla niður almennar guðsþjónustur, allt barnastarf og tónleikar. Bænastundir halda áfram. Tíu manna hámark er í kirkjunni utan helgistunda. Passíusálmar verða lesnir í hádeginu í kyrruviku, þ.e....

Kvöldkirkjan

23.03.2021
Kvöldkirkjan er samstarfsverkefni Dómkirkjunnnar og Hallgrímskirkju og er haldin til skiptis í þessum tveimur kirkjum. Fyrsta kvöldkirkja haustsins verður í Hallgrímskirkju 30. september.

Ástin í Passíusálmunum

23.03.2021
Dr. Margrét Eggertsdóttir er einn helsti sérfræðingur þjóðarinnar í verkum Hallgríms Péturssonar. Þriðjudaginn 23. mars kl. 12,15 mun hún tala um Passíusálma og ástina í kveðskap Hallgríms. Fundurinn verður í Suðursal Hallgrímskirkju. Allir velkomnir.

Boðunardagur Maríu: Guðsþjónusta, tíðasöngur og tónleikar

19.03.2021
Guðsþjónusta – Fyrirlestur – Tónleikar – Tíðasöngur Kl.11 Guðsþjónusta og barnastarf á boðunardegi Maríu Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarf er í höndum Kristnýjar Rósar Gústafsdóttur og Ragnheiður...

Brauðið dýra og okkar brauð

18.03.2021
Faðir minn var bókamaður og aðdáandi Halldórs Guðjónssonar frá Laxnesi. Hann hafði einfaldan smekk í jólagjafamálum sem létti líf okkar fjölskyldunnar. Hann óskaði sér alltaf bókar eftir Laxnes. Jóladagana sat hann svo glottandi og kumrandi yfir kúnstugum sögum frá stílmeistaranum og orðhaganum í Gljúfrasteini. Ein jólin fékk hann...

Ástin í Passíusálmunum

17.03.2021
Samdráttur Hallgríms Péturssonar og Guðríðar Símonardóttur er ein frægasti smellur Íslandssögunnar. En hvaða áhrif höfðu ástir þeirra og dramatísk saga þeirra á ljóðagerð höfundarins og efni Passíusálmanna? Steinunn B. Jóhannesdóttir, rithöfundur, hefur skrifað fjölda áhrifaríkra bóka, ritgerðir og leikrit um Guðríði og Hallgrím. Bækur Steinunnar...

Mörður Árnason, íslenskufræðingur, talar um Passíusálmana

15.03.2021
Passíusálmar Hallgríms Péturssonar eru tengdir föstunni, tímanum fyrir páska, enda fjalla sálmarnir um píslargöngu Jesú Krists. Er einhver ást, ástarþema eða ástarsaga í þessum sálmum? Mörður Árnason, málfræðingur ræðir um Passíusálmana við fundarmenn og Sigurð Árna Þórðarson í hádeginu þriðjudaginn 16. mars kl. 12,15. Mörður er einn helsti...