Í tilefni af 30 ára vígsluafmæli Klais orgelsins í Hallgrímskirkju og 200 ára fæðingarafmælis César Franck heiðra 12 organistar minningu eins áhrifamesta tónskálds orgeltónbókmenntanna með heildarflutningi orgelverka tónskáldsins og er þetta í fyrsta skipti á Íslandi að öll orgelverk César Francks eru flutt í heild.
Heiðursgestur tónleikanna er...
Inni- og útilýsing Hallgrímskirkju hlaut alþjóðleg verðlaun í tveimur flokkum LIT lýsingarverðlaunanna sem tilkynnt var um í gær, 24. nóvember. Verðlaunin eru veitt árlega fyrir þau verkefni sem þykja skara fram úr á heimsvísu fyrir frumlega og vel heppnaða hönnun.
Liska ehf. vann til verðlauna fyrir lýsingu Hallgrímskirkju í flokkunum...
Í Hallgrímskirkju og Dómkirkjunni eru kvöldkirkjur hálfsmánaðarlega. Í kvöldkirkjunni í Hallgrímskirkju 24. nóvember leikur Árni Grétar, Futurechager. Prestar og starfsfólk Hallgrímskirkju og Dómkirkju sjá um örhugvekjur. Í Dómkirkjunni næst föstudaginn 10. desember kl. 20-22 og í Hallgrímskirkju á Þorláksmessu, 23 desember, frá kl. 20-22. Íhuganir, kyrrð og tónlist.
Aðventu og jólatónleikaröðin hefst með tónleikum Kórs Hallgrímskirkju sunnudaginn 27. nóvember kl. 17 sem bera yfirskriftina BACH Á AÐVENTUNNI.
Öll verkin á tónleikunum eru eftir Johann Sebastian Bach og er aðalverkefnið kantatan Nun komm, der Heiden Heiland BWV 61 fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit. Kantatan verður einnig flutt í...
Hallgrímskirkja er komin í formlegt samstarf við tónlistarhátíðina Iceland Airwaves sem „Partner-venue“Tvennir tónleikar voru sl. helgi, orgeltónleikar Kristjáns Hrannars Pálssonar á föstudagskvöld og svo hádegistónleikar tónlistarhópsins Umbra ensemble á laugardag.Óhætt er að fullyrða að þetta samstrarf fór afar vel af stað, frábærir tónleikar og...
Ný lýsing var frumsýnd í Hallgrímskirkju fimmtudaginn 27. október 2022 við skemmtilega athöfn. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir bauð gesti velkomna og flutti bæn og blessun. Að svo búnu söng Sólbjörg Björnsdóttir sálm áður en Sigríður Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri flutti stutta tölu og þakkarávarp. Loks tók lýsingarhönnuðurinn, Örn Erlendsson, við og...