Fréttir: Desember 2016

Tónleikahald og opnun sýningar um Hvítasunnu

12.05.2016
Mikið verður um dýrðir í Hallgrímskirkju þessa Hvítasunnuhelgi. Fólk og fiskar, orgel og unaðslegur söngur. Hulda Hákon, Hörður Áskelsson og Mótettukórinn um Hvítasunnuhelgina í Hallgrímskirkju.  Laugardaginn 14. maí: Hátíðin hefst um hádegisbil (kl. 12) laugardaginn 14. maí með tónleikum Harðar. Leikin verða hvítasunnutengd orgelverk...

Kyrrðarstund á fimmtudaginn

10.05.2016
Dr. Sigurður Árni Þórðarson flytur íhugun dagsins og Hörður Áskelsson leikur á orgelið. Eftir stundina verður hægt að kaupa súpu og brauð á vægu verði í suðursalnum. Verið hjartanlega velkomin.

Foreldramorgnar í kórkjallara

10.05.2016
Foreldramorgnar eru í kórkjallara alla miðvikudagsmorgna kl. 10.00 – 12.00. Dagskrá: Opið hús. Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Íris Saara Henttinen Karlsdóttir taka vel á móti ykkur.

Árdegismessa

09.05.2016
Góð leið til þess að byrja daginn: Á miðvikudaginn kl. 8 er árdegismessa þar sem dr. Sigurður Árni Þórðarson og messuþjónar þjóna í sameiningu. Morgunmatur og kaffi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Liðug á líkama og sál

09.05.2016
Starf eldri borgara í kórkjallaranum á þriðjudögum kl. 11.00 – 13.00. Leikfimi, súpa og spjall. Á morgun er myndasýning á dagskránni. Helga Þorvaldsdóttir og Mjöll Þórarinsdóttir sjá saman um samveruna. Verið hjartanlega velkomin.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

09.05.2016
Á morgun, þriðjudaginn 10. maí mun dr. Sigurður Árni Þórðarson leiða fyrirbænamessu með altarisgöngu í kórkjallaranum kl. 10.30 – 11.00. Allir velkomir.

Mæðradagsmessa og barnastarf sunnudaginn 8. maí kl. 11

04.05.2016
Þessi sunnudagur er 6. sunnudagur eftir páska og einnig mæðradagurinn. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Sagt verður aðeins frá krílasálmunum. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfi hefur Inga Harðardóttir. Kaffisopi eftir...

Safnaðarferð (óvissuferð) eftir messu á Uppstigningardegi

03.05.2016
Árleg safnaðarferð kirkjunnar verður farinn næsta fimmtudag, eftir messu á Uppstigningardegi. Farið verður með rútu sem sækir hópinn eftir messukaffi og áætluð koma aftur er um kl. 18 sama dag. Skráning í ferðina (ekki bindandi) er hjá kirkjuvörðum í s: 5101000 eða hjá s@hallgrimskirkja eða irma@hallgrimskirkja.is. Hlökkum til að sjá ykkur.

Messa á Uppstigningardegi 5. maí kl. 11

03.05.2016
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti er Hörður Áskelsson. Kaffisopi eftir messu. Eftir messu verður farið í óvissuferð safnaðarins. Rúta mun sækja hópinn eftir messukaffið. Skráning er hjá kirkjuvörðum í s: 5101000 eða...