Fréttir: Desember 2017

Síðasta kyrrðarstundin fyrir jól!

12.12.2017
Kyrrðarstund er á sínum stað fimmtudaginn 14. desember kl. 12. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Eftir stundina verða seldir jólasmáréttir gegn vægu verði í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

25 ára afmælishátíð Klais orgelsins í Hallgrímskirkju

12.12.2017
Klais orgelið í Hallgrímskirkju, drottning hljóðfæranna, var vígt 13. des. 1992 og á því 25 ára afmæli um þessar mundir. Því verður fagnað með óformlegum orgeltónleikum og spjalli á vígsluafmælisdaginn miðvikudaginn 13. desember kl. 20. Organistar kirkjunnar, Hörður Áskelsson og Björn Steinar Sólbergsson, leika jólatónlist og önnur...

Árdegismessa

11.12.2017
Á miðvikudagsmorgnum kl. 8 eru árdegismessur í Hallgrímskirkju. Dr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Eftir messu er morgunverður og kaffi. Allir hjartanlega velkomnir, góð leið til þess að byrja daginn snemma.

Foreldramorgnar í kórkjallara

11.12.2017
Á hverjum miðvikudegi eru foreldramorgnar í kórkjallaranum kl. 10 – 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krúttin sín. Sungið og spjallað í góðu samfélagi. Inga Harðardóttir og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir taka vel á móti ykkur.

Síðasta fyrirbænamessan fyrir jól

11.12.2017
Á þriðjudögum kl. 10.30 – 12 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Á morgun mun dr. Sigurður Árni Þórðarson leiða stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Hádegisbæn

09.12.2017
Í hádeginu á mánudögum leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund hjá Maríumyndinni inn í kirkju. Stundin hefst kl. 12.15. Verið hjartanlega velkomin.

Messa og barnastarf - Annar sunnudagur í aðventu

08.12.2017
Messa og barnastarf - Annar sunnudagur í aðventu 10. desember 2017 kl. 11 Séra Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Karlakór Reykjavíkur syngur og leiðir messusönginn undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfinu hafa Inga Harðardóttir, Ragnheiður...

Jólatónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju með Elmari Gilbertssyni

08.12.2017
Jólatónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju með Elmari Gilbertssyni Laugardaginn 9. desember kl. 17 / Sunnudaginn 10. desember kl. 17   Það verður hátíðleg jólastemming í fallegra skreyttri Hallgrímskirkju um helgina en hinir árlegu jólatónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju eru haldnir laugardaginn 9. desember kl 17 og aftur...

Hádegisjól með Schola cantorum föstudaginn 8. desember klukkan 12.00. 

08.12.2017
Hádegisjól með Schola cantorum föstudaginn 8. desember klukkan 12.00. Tónleikarnir eru aðrir í röð þriggja hádegistónleika kórsins á föstudögum í desember. Á efnisskránni eru ýmsir vinsælir aðventu- og jólasöngvar, m.a. ný útsetning eftir Auði Guðjohnsen kórfélaga á Hátíð fer að höndum ein. Einsöngvarar eru úr röðum kórsins og föstudaginn 8....