Fréttir: Desember 2016

Árdegismessa

04.04.2016
Góð leið til þess að byrja daginn: Á miðvikudaginn kl. 8 er árdegismessa þar sem sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og messuþjónar þjóna í sameiningu. Morgunmatur og kaffi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Liðug á líkama og sál

04.04.2016
Starf eldri borgara í kórkjallaranum á þriðjudögum kl. 11.00 – 13.00. Leikfimi, súpa og spjall. Helga Þorvaldsdóttir og Mjöll Þórarinsdóttir sjá saman um samveruna. Verið hjartanlega velkomin.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

04.04.2016
Á morgun, þriðjudaginn 5. apríl mun Inga Harðardóttir guðfræðingur og æskulýðsfulltrúi kirkjunnar leiða fyrirbænamessuna í kórkjallaranum kl. 10.30 – 11.00. Í messunni er beðið fyrir líðandi stund í góðu samfélagi. Allir velkomir.

Fermingarmessa sunnudaginn 3. apríl kl. 11

01.04.2016
Sunnudagurinn, 3. apríl kl. 11 - fermingarmessa. Kl. 11.00 messa og ferming. Sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt með dr. Sigurði Árna Þórðarsyni og Ingu Harðardóttur, æskulýðsfulltrúa. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða messusönginn. Stjórnandi og organisti er Hörður Áskelsson. Fermd verða: Auður Eygló...

Fyrsta kyrrðarstundin eftir páska

30.03.2016
Á morgun, 31. mars kl. 12 halda kyrrðarstundirnar áfram eftir páskafríið. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir flytur íhugun dagsins og Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið. Eftir stundina verður hægt að kaupa súpu og brauð á vægu verði í suðursalnum. Verið hjartanlega velkomin.

Foreldramorgnar í kórkjallara

29.03.2016
Foreldramorgnar eru í kórkjallaranum alla miðvikudagsmorgna kl. 10.00 – 12.00. Foreldrar og börn eru hjartanlega velkomin.

Árdegismessa

29.03.2016
Góð leið til þess að byrja daginn: Árdegismessa á miðvikudögum kl. 8 þar sem dr. Sigurður Árni Þórðarson og messuþjónar þjóna í sameiningu. Morgunkaffi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

2. í páskum - messa og ferming

27.03.2016
Annar í páskum 28. mars:  Kl. 11.00 Hátíðarmessa og ferming. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt með Irmu Sjöfn Óskarsdóttur og Ingu Harðardóttur, æskulýðsfulltrúa. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða messusönginn. Stjórnandi og organisti er Hörður Áskelsson.

Kristur er upprisinn

27.03.2016
Hún minnti á að ef Guð væri til, páskarnir væru hátíð lífins, Jesús væri á lífi og Guð væri besti ferðafélagi mannsins væri ótti skiljanlegur en ætti þó ekki að fylla hugann og myrkva veröldina. Guð væri sterkari en brjálaðir karlar sem lékju sér að fjöreggjum heimsins. Þessi lífsviska ófst inn í trú mína og hefur síðan verið mér ljósgjafi í...