Fréttir: Desember 2019

Hvernig mæltist prestinum? - síðasti fyrirlesturinn

03.04.2019
Þá er komið að síðasta fyrirlestrinum í röðinni ,,Hvernig mæltist prestinum?“ um prédikanir prestanna í Hallgrímskirkju. Fyrirlesturinn verður haldinn að þessu sinni í Norðursal kl. 10. Að þessu sinni mun Sigfinnur Þorleifsson fjallar um sr. Birgi Ásgeirsson fyrrum prest. Heitt á könnunni.  Verið hjartanlega velkomin.

Hádegistónleikar - Orgel Matinée

03.04.2019
Laugardaginn 6. apríl kl. 12 verða hádegistónleikar í Hallgrímskirkju. Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju leikur verk eftir Johann Sebastian Bach og Flor Peeters. Í upphafi tónleikanna verður stutt helgistund í umsjá Ingu Harðardóttur, guðfræðings. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Hérna fyrir neðan er skráin í...

Kyrrðarstund

03.04.2019
Kyrrðarstund Fimmtudaginn 4. apríl kl. 12 Grétar Einarsson leiðir og íhugar útfrá 38. passíusálmi. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.  Eftir stundina mun Kristinn vera búinn að elda gómsæta súpu og brauð sem seld verða á vægu verði í Suðursalnum. Verið hjartanlega velkomin! 

Árdegismessa

01.04.2019
Árdegismessa miðvikudaginn 3. apríl kl. 8 eins og vanalega. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir messar ásamt messuþjónum. Morgunmatur eftir messu. Kjörin leið til þess að byrja daginn snemma! Allir hjartanlega velkomnir.

Krílasálmar

01.04.2019
Krílasálmar á morgun, þriðjudaginn 2. apríl kl. 11:30 og verða út maí. Krílasálmar eru tónlistarstundir fyrir börn á aldrinum 3-18 mánaða og foreldra þeirra, þar sem tónlist, sálmar, þjóðlög og barnavísur eru notuð til að styrkja tengslamyndun og örva þroska barnanna. Það er sungið fyrir þau og spilað á hin ýmsu hljóðfæri, þeim vaggað, dansað...

Fyrirbænamessa

01.04.2019
Þriðjudaginn 2. apríl kl. 10.30 – 12 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Á morgun mun sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiða stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Kyrrðarstund

01.04.2019
Kyrrðarstund Fimmtudaginn 2. maí kl. 12 Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Eftir kyrrðarstundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin!

Hádegisbæn fellur niður

31.03.2019
Hádegisbænastundin fellur niður mánudaginn 1. apríl vegna útfarar. Verið velkomin til bænastundar næsta mánudag, 8. apríl.

Ensk messa kl. 14 / English service at 2pm

28.03.2019
English below: Ensk messa kl. 14 sunnudaginn 31. mars. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Kaffisopi eftir messu. Verið velkomin. ________________________________________________________ English service with holy communion at 2 pm, 31. March. Rev. Bjarni Þór Bjarnason is the...