Fréttir: Desember 2019

Hvernig mæltist prestinum?

14.03.2019
Næstu sunnudagsmorgna til 7. apríl á slaginu kl. 10 verða haldnir fræðslumorgnar um prédikanir prestanna í Hallgrímskirkju. Fyrirlesturinn verður haldinn í Suðursal. Nánari upplýsingar í auglýsingu. Heitt á könnunni og kleinur. Verið hjartanlega velkomin.

Nr. 5 Þú skalt ekki morð fremja

13.03.2019
  Sunnudagan í mars íhuga Hallgrímskirkjuprestar boðorðin. Í prédikunum er rætt um eitt eða tvö boðorð, uppruna þeirra, samhengi, gildi og ógildi. Sunndaginn 10. mars var fjallað um fimmta boðorðið: Þú skalt ekki morð fremja. Hægt er að lesa prédikunina að baki þessari smellu.

Kyrrðarstund - íhugun 11. passíusálms

13.03.2019
Kyrrðarstund í hádeginu fimmtudaginn 14. mars kl. 12. Dr. Þorsteinn Helgason og Margrét S. Björnsdóttir, aðjunkt, íhuga 11 passíusálm. Hörður Áskelsson spinnur passíusálmalög af fingrum fram.  Eftir kyrrðarstundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin!

Sigurður Pálsson kvaddur

12.03.2019
Dr. Sigurður Pálsson var sóknarprestur Hallgrímskirkju frá 1997 til 2006. Þar áður starfaði hann í Hallgrímskirkju sem framkvæmdastjóri Biblíufélagsins sem hafði þá höfuðstöðvar sínar í kirkjunni. Sigurður var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju 12. mars 2019 að viðstöddu fjölmenni. Minningarorðin eru að baki þessari smellu.

Miðvikudagssöfnuðurinn í Hallgrímskirkju

12.03.2019
Í Hallgrímskirkju í Reykjavík eru morgunmessur kl. 08.00 alla miðvikudaga, allt árið um kring. Hér kemur saman kjarni fólks á aldrinum 30 til 90, um það bil 15 – 25 í hverri viku, stundum fleiri, stundum færri. Hefðbundin messa í íslensku þjóðkirkjunni er oftast bundin við sunnudaga klukkan 11.00 og klukkan 14.00, en morgunmessur tíðkast innan...

Fyrirbænamessa

11.03.2019
Þriðjudaginn 12 mars kl. 10.30 – 12 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Á morgun mun sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiða stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Hádegisbæn

11.03.2019
Á mánudögum kl. 12:15 leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund í hádeginu. Stundin er hægra megin við altarið hjá myndinni af Maríu. Allir velkomnir.

Hvernig mæltist sr. Ragnari?

09.03.2019
Hvað sagði og kenndi sr. Ragnar Fjalar Lárusson? Sr. Þórsteinn Ragnarsson fjallar um prédikarann Ragnar Fjalar sunnudaginn 10. mars kl. 10. Framsagan og umræður verða í Suðursal Hallgrímskirkju. Fyrir viku síðan var fjallað um dr. Jakob Jónsson, þessa helgi um sr. Ragnar og eftir viku um sr. Karl Sigurbjörnsson. Allir velkomnir sem hafa áhuga á...

Messa og barnastarf sunnudaginn 10. mars kl. 11

09.03.2019
Boðorðamessa og barnastarf 10. mars kl. 11 6. boðorðið til umræðu í messu. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Schola cantorum syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfi hafa Inga Harðardóttir, æskulýðsfulltrúi, Ragnheiður...