Næsta sunnudag er æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar haldinn hátíðlegur og þá verða börn og unglingar í stóru hlutverki í fjölskylduguðsþjónustunni kl. 11 sem verður með óhefðbundnu sniði.
Fermingarbörnin ætla að bera inn ljós, lesa ritningarlestur, bænir, og flytja hugleiðingu auk þess sem þau eru búin að koma með tillögur að barnasöngvum og sálmum....
Næstu sunnudagsmorgna til 7. apríl á slaginu kl. 10 verða haldnir fræðslumorgnar um prédikanir prestanna í Hallgrímskirkju. Að þessu sinni verður fyrirlesturinn haldinn í Norðursal vegna æskulýðsmessu. Nánari upplýsingar í auglýsingu. Heitt á könnunni og kleinur.
Verið hjartanlega velkomin.
Laugardaginn 2. mars kl. 12 verða hádegistónleikar í Hallgrímskirkju. Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju leikur verk eftir Johann Sebastian Bach og Sigfrid Karg-Elert. Í upphafi tónleikanna verður stutt helgistund í umsjá dr. Sigurðar Árna Þórðarsonar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Hérna fyrir neðan er skráin í...
Kyrrðarstund í hádeginu á fimmtudaginn 28. febrúar kl. 12. Dr. Sigurður Árni Þórðarson leiðir stundina en organisti er Hörður Áskelsson. Eftir kyrrðarstundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar.
Verið hjartanlega velkomin!
Sunnudagar Frekar leiðinlegir fannst mér alltaf. Sunnudagslambalærið í hádeginu og sósan um kvöldið var gjarnan afgangur frá hádeginu og kjötið orðið framlágt. Bragðlausir dagar framundan, rífa sig á fætur til að mæta í skólann - standa sig í náminu. Yfir sumarið var það frystihúsið með hvítbláum ljósum undir borðum, sem lýstu upp fjársjóði...
Foreldramorgnar verða í kórkjallara miðvikudaginn 27. febrúar kl. 10 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krílin og krúttin. Umsjón hafa Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir.
Árdegismessa miðvikudaginn 27. febrúar kl. 8. Dr. Sigurður Árni Þórðarson messar ásamt messuþjónum. Morgunmatur eftir messu.
Allir hjartanlega velkomnir!