Fréttir: Desember 2019

Foreldramorgnar í kórkjallara

19.02.2019
Foreldramorgnar í kórkjallara kl. 10 – 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krílin og krúttin. Umsjón hafa Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir.

Árdegismessa

18.02.2019
Árdegismessa næsta miðvikudag kl. 8. Í þetta sinn mun sr. Ása Björk Ólafsdóttir þjóna ásamt messuþjónum. Morgunmatur eftir messu, gott samfélag og tilvalið að byrja daginn snemma. Allir velkomnir!

Krílasálmar

18.02.2019
Krílasálmar á morgun, þriðjudaginn 15. janúar kl. 11:30 og verða út maí. Krílasálmar eru tónlistarstundir fyrir börn á aldrinum 3-18 mánaða og foreldra þeirra, þar sem tónlist, sálmar, þjóðlög og barnavísur eru notuð til að styrkja tengslamyndun og örva þroska barnanna. Það er sungið fyrir þau og spilað á hin ýmsu hljóðfæri, þeim vaggað, dansað...

Fyrirbænamessa

18.02.2019
Þriðjudaginn 18. febrúar kl. 10.30 – 12 er fyrirbænamessa í kórkjallar. Á morgun mun sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Hádegisbæn

17.02.2019
Á mánudögum kl. 12:15 leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund í hádeginu. Stundin er hægra megin við altarið hjá myndinni af Maríu. Allir velkomnir.

Messa og barnastarf sunnudaginn 17. febrúar kl. 11

15.02.2019
Hallgrímskirkja Fyrsti sunnudagur í níuviknaföstu 17. febrúar kl. 11 Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Birgi Ásgeirssyni. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Umsjón með barnastarfi hafa Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa...

Hvernig mæltist prestinum?

15.02.2019
Næstu átta sunnudagsmorgnar kl. 10 í Suðursal verða haldnir fræðslumorgnar um prédikanir prestanna í Hallgrímskirkju. Nánari upplýsingar í auglýsingu. Heitt á könnunni og kleinur. Verið hjartanlega velkomin.

Kyrrðarstund

13.02.2019
Kyrrðarstund í hádeginu á fimmtudaginn 14. febrúar kl. 12. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina en organisti er Hörður Áskelsson. Eftir kyrrðarstundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Foreldramorgnar í kórkjallara

12.02.2019
Foreldramorgnar í kórkjallara kl. 10 – 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krílin og krúttin. Umsjón hafa Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir.