Fréttir: Desember 2024

Passíusálmarnir á dönsku – útgáfuhóf á sunnudaginn kl. 14

07.05.2024
Passíusálmarnir á dönsku – Útgáfuhóf sunnudaginn 12. maí kl. 14.00 Dönsk þýðing séra Björns heitins Sigurbjörnssonar á Passíusálmum Hallgríms Péturssonar, sem verið hefur ófáanleg í mörg ár, kemur út í veglegri kilju um næstu helgi. Útgáfuhóf verður haldið í Norðursal Hallgrímskirkju sunnudaginn 12. maí nk. kl. 14:00 af þessu tilefni. Útgáfan er...

Orgelandakt á Uppstigningardag

06.05.2024
Orgelandakt á Uppstigningardag kl. 11L'Ascension / Uppstigningin eftir Olivier MessiaenOrgel: Björn Steinar SólbergssonPrestur: Sr. Eiríkur JóhannsonL´Ascension eða uppstigningin eru fjórar hugleiðingar yfir texta uppstigningardags og er eitt af mögnuðustu orgelverkum 20. aldarinnar. Verkið var upphaflega samið fyrir sinfóníuhljómsveit á árunum...

Söngvahátíð barnanna í Hallgrímskirkju var einstaklega glæsileg!

26.04.2024
Söngvahátíð barnanna var haldin í Hallgrímskirkju í gær og var hún glæsileg. Um 200 börn sungu sig inn í hjörtu rúmlega 620 áheyrenda og var gleðin augljóslega mikil meðal barnanna.   Börnin mættu í kirkjuna um morguninn og undirbjuggu tónleikana ásamt stjórnendum sínum og var þeim boðin pizza og djús en einnig fengu öll börnin að...

Skaparinn, jörðin og plastið!

25.04.2024
Skaparinn, jörðin og plastið. Gleðilegan dag umhverfisins og sumar! Það er skemmtilegt að æ fleiri baráttuefni og tilefni eignast sína daga. Frá 1970 varð til “Dagur jarðar”  eða “Earth day”. Hann ber upp á 22. apríl ár hvert. Hér á landi er það Dagur umhverfisins þann 25. apríl og hann ber upp á Sumardaginn fyrsta þetta árið.Hin kristna...

Söngvahátíð barnanna á sumardaginn fyrsta í Hallgrímskirkju

23.04.2024
Á Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl, verður  Söngvahátíð barnanna haldin í Hallgrímskirkju.  Þar munu koma fram um 200 börn með barna- og unglingakórum ásamt stjórnendum úr kirkjum víða að á landinu. Með kórunum leika þeir Davíð Sigurgeirsson á gítar og Ingvar Alfreðsson á píanó. Sérstakur gestur hátíðarinnar verður Íris Rós....

Páskar - hátíð vonarinnar

31.03.2024
Saga páskamorgunsins  er sagan úr hversdeginum, þetta er alveg eins saga úr ógn samtíma okkar. Þetta sem festir sig í huga þeirra sem verða fyrir og sjá hræðilega atburði. Þeirra sem hlaupa í ofboði og ótta og flýja. Dauði og upprisa. Þetta er svo samofið allri hugsun okkar, tilveru okkar og tilvist, náttúrunni, manneskjunni. Þetta varðar ekki...

Föstudagurinn langi

29.03.2024
Föstudagurinn langi Krossinn er eitt sterkasta tákn kristinnar trúar. Hann er gerður úr tveimur hlutum, láréttum og lóðréttum öxli. Það er einmitt það sem skýrt endurspeglar þá merkingu og boðun sem hann stendur fyrir, því í honum felst viss þversögn. Krossinn var verkfæri sem rómverjar notuðu til að taka uppreisnarmenn af lífi, á sem...

Skírdagur

28.03.2024
Á skírdag er þess minnst að Jesús stóð á fætur, þar sem hann var staddur með sínum lærisveinum til að neyta páskamáltíðar og tók til við að þvo fætur lærisveina sinna. Sem sagt að hreinsa, að skíra. Þannig vildi hann sýna þeim að sá sem mestur teldist hverju sinni hann væri kallaður til að þjóna, ekki til að láta þjóna sér. Síðan neyttu þeir...

Hallgrímur Pétursson / Minningarár - 350

24.03.2024
Minningarár - 350 Hallgrímskirkja er helguð minningu prestsins og listaskáldsins Hallgríms Péturssonar. Á árinu 2024, 27. október, eru 350 ár liðin frá dánardægri hans. Til að heiðra minningu Hallgríms og arfleið 350 ára verður boðið upp á veglega dagskrá í Hallgrímskirkju í ár. Dagskráin verður í tónum, tali og myndlist, bókaútgáfu og fræðslu...