HALLGRÍMSKIRKJA
Síðasti sunnudagur eftir þrettánda Boðorðadagur 3
Messa og barnastarf 10. febrúar
2019, kl. 11.
Sr.
Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Schola
cantorum syngur. Organisti er Hörður Áskelsson. Umsjón með barnastarfi hafa Inga
Harðardóttir, Karítas Hrundar Pálsdóttir...
Boðið verður upp á áhugaverðan samslátt gamals og nýs á tónleikum
í samvinnu Listvinafélags Hallgrímskirkju og Listaháskóla Íslands í
Hallgrímskirkju á Vetrarhátíð, laugardaginn 9. febrúar kl. 14.
Á tónleikunum hljómar
glæný tónlist eftir tónsmíðanemendur Listaháskólans í flutningi
hljóðfæranemenda skólans í bland við aríur eftir Johann...
Vetrarhátíð var sett við Hallgrímskirkju í
gærkvöldi 7.febrúar með sýningu á verkinu Passage eftir listamannahópinn
Nocturnal frá Nýja Sjálandi og er unnið í samvinnu við List í ljósi. Verkinu
var varpað á Hallgrímskirkjuturn. Unnið var með íslenska arfleið og átti verkið
að vekja turninn til lífsins með mynd og hljóði. Verkið verður til sýnis...
Þorrafundur Kvenfélags Hallgrímskirkju verður haldinn fimmtudaginn 7. febrúar kl. 18.30.
Að venju svigna borðin undan þjóðlegu góðgæti.
Séra Karl Sigurbjörnsson verður sérstakur gestur fundarins og mun hann flytja okkur erindi.
Verð 4.500 krónur á manninn.
Skráning hjá kirkjuvörðum eða hjá Ásu í síma 8454648.
Hlökkum til að sjá...
Kyrrðarstund í hádeginu á fimmtudaginn 7. febrúar kl. 12.
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina en organisti er Hörður Áskelsson. Eftir kyrrðarstundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar.
Verið hjartanlega velkomin.
Aðalbjörg Stefanía fjallaði á líflegan hátt um samskipti fólks í lífi og starfi á morgunfundi starfsfólks í Hallgrímskirkju.
Á þriðjudagsmorgnum eru starfsmannafundir í Hallgrímskirkju þar sem alla jafna er farið yfir það sem er efst á baugi í kirkjustarfinu hverju sinni.
Í morgun brugðum við út af vananum og fengum Aðalbjörgu Stefaníu...
Foreldramorgnar í kórkjallara kl. 10 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krílin og krúttin.
Umsjón hafa Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir.
Árdegismessa verður á morgun, miðvikudaginn 6. febrúar kl. 8.
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir messar og ásamt messuþjónum. Morgunmatur eftir messu. Allir velkomnir.