Fréttir: Febrúar 2019

Kyrrðarstund

27.02.2019
Kyrrðarstund í hádeginu á fimmtudaginn 28. febrúar kl. 12. Dr. Sigurður Árni Þórðarson leiðir stundina en organisti er Hörður Áskelsson. Eftir kyrrðarstundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin!

Kvenfélagsfundur í kvöld

27.02.2019
Kvenfélag Hallgrímskirkju verður auka handavinnufund miðvikudaginn 27. febrúar í Suðursal kirkjunnar kl. 17. Kaffi og veitingar með. Allir velkomnir.

Nr. 3

26.02.2019
Sunnudagar  Frekar leiðinlegir fannst mér alltaf. Sunnudagslambalærið í hádeginu og sósan um kvöldið var gjarnan afgangur frá hádeginu og kjötið orðið framlágt.  Bragðlausir dagar framundan, rífa sig á fætur til að mæta í skólann - standa sig í náminu. Yfir sumarið var það frystihúsið með hvítbláum ljósum undir borðum, sem lýstu upp fjársjóði...

Foreldramorgnar

26.02.2019
Foreldramorgnar verða í kórkjallara miðvikudaginn 27. febrúar kl. 10 – 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krílin og krúttin. Umsjón hafa Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir.

Árdegismessa

25.02.2019
Árdegismessa miðvikudaginn 27. febrúar kl. 8. Dr. Sigurður Árni Þórðarson messar ásamt messuþjónum. Morgunmatur eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir!

Fyrirbænamessa

25.02.2019
Á þriðjudögum kl. 10:30 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir. Heitt á könnunni og allir velkomnir.

Guðbrandsstofa lokuð vegna vörutalningar

25.02.2019
Þar sem við erum að setja upp nýtt kassakerfi þá þarf í dag, mánudaginn 25. febrúar að loka kirkjubúðinni. Turninn verður þó opinn en selt verður við innganginn.

Hádegisbæn

24.02.2019
Í hádeginu á mánudögum kl. 12:15 leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund við Maríu myndina, vinstra megin við altarið. Verið hjartanlega velkomin.

Ensk messa sunnudaginn 24. febrúar kl. 14 / English service with holy communion 24th February at 2pm

23.02.2019
English below: Ensk messa kl. 14 sunnudaginn 24. febrúar.  Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Kaffisopi eftir messu. Verið velkomin. ________________________________________________________ English service with holy communion at 2 pm, 24th February.. Rev. Bjarni Þór Bjarnason is...