Fréttir: Maí 2019

Himinn í mömmubumbu

12.05.2019
Hvernig er himinn þinn? Hvernig hugsar fólk um paradís? Og getur verið að við séum eins og fóstur í móðurkviði, heyrum sumt, skynjum margt en höfum ekki fullmótaða mynd? Já, það er mæðradagurinn og í prédikun Sigurðar Árna um himininn er m.a. íhuguð skynjun fósturs í móðurkviði og hliðstæður þess að tala um himininn og móta himnaríkismyndir. Ræðan...

Kyrrðarstund 16. maí

09.05.2019
Kyrrð er góð fyrir sál og líkama. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið í kyrrðarstundinni 16. maí kl. 12. Sr. Sigurður Árni Þórðarson hugleiðir. Allir velkomnir. Eftir kyrrðarstund mun Kristinn kirkjuvörður bera fram súpu í Suðursal.

Messa og barnastarf sunnudaginn 12. maí kl. 11

09.05.2019
Messa og barnastarf Þriðji sunnudagur eftir páska - sunnudagur 12. maí kl. 11 Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Schola cantorum syngja. Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir syngur einsöng. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfi hafa Inga Harðardóttir, Rósa...

Hádegisbæn fellur niður

05.05.2019
Hádegisbænin mánudaginn 6. maí fellur niður vegna athafnar. Verður að sjálfsögðu á sínum stað 13. maí kl. 12.15.

Aðalsafnaðarfundur Hallgrímssóknar

02.05.2019
Aðalsafnaðarfundur Hallgrímssóknar verður haldinn í Norðursal sunnudaginn 5. maí kl. 12:30. Venjuleg aðalfundarstörf. - Sóknarnefndin.

Messa og barnastarf sunnudaginn 5. maí kl. 11

02.05.2019
Messa og barnastarf  Annar sunnudagur eftir páska - Sunnudaginn 5. maí kl. 11 Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Nemendur í Listaháskóla Íslands og Tónskóla þjóðkirkjunnar: Fredrik Schjerve tenór, Símon Karl...

Orgel Matinée - hádegistónleikar

01.05.2019
Orgel Matinée - Hádegistónleikar Laugardaginn 4. maí kl. 12 Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju leikur verk eftir Johann Sebastian Bach og Jean-François Dandrieu. Í upphafi tónleikanna verður stutt helgistund í umsjá dr. Sigurðar Árna Þórðarsonar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.   Hérna fyrir...

Kyrrðarstund

01.05.2019
Kyrrðarstund Fimmtudaginn 2. maí kl. 12 Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Eftir kyrrðarstundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.