Fréttir: Maí 2020

Hvítasunnan í Hallgrímskirkju

29.05.2020
Hátíðarguðsþjónusta á hvítasunnudag kl. 11.00 Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson og Mótettukór Hallgrímskirkju syngur Kórstjóri er Hörður Áskelsson. Messuþjónar lesa lestra. Barnastarf í umsjón Kristnýjar Rósar...

Tveir metrar - minna eða meira?

28.05.2020
Íslenskur almenningur er opinn fyrir að túlka reynslu í náttúrunni sem merkingarbæra, trúarlega reynslu. Fólk segir stundum við okkur prestana að það hafi farið í náttúrukirkjuna. Fundið fyrir Guði í grjóti og titrandi, tárvotum smáblómum háfjallanna. Sem sé Guð sé í gaddavírnum og klettakirkjum rétt eins og í kirkjuhúsunum. Prédikun Sigurðar Árna...

Guðsþjónusta, barnastarf og aðalfundur

23.05.2020
Guðþjónusta og barnastarf verða í Hallgrímskirkju kl. 11. Prestar Sigurður Árni Þórðarson og Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Félagar í Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Messuþjónar aðstoða. Barnastarfið verður í kórkjallara. Stjórnendur: Ragnheiður Bjarnadóttir og Kristný Rós Gústafsdóttir. Aðalfundur Hallgrímskirkju...

Uppspretta lífsins

21.05.2020
Skírnarfontur Hallgrímskirkju er fontur uppstigningar. Það er vel. Uppstigningardagur er stórdagur kristninnar þó hann hafi í vitund fólks ekki sömu stöðu og jól og páskar. En á þessum degi eru mergjaðir og máttugir textar fluttir. Textar um Guð, komu Guðs og að Guð er á ferð í þágu lífsins. Íhugun uppstigningardags er að baki þessari smellu.

Aðalfundur Hallgrímssafnaðar

21.05.2020
Aðalfundur Hallgrímssafnaðar Sunnudaginn 24. maí kl. 12.30 er boðað til aðalsafnaðarfundar Hallgrímssafnaðar í Hallgrímskirkju. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Sóknarnefnd Hallgrímskirkju

Guðþjónusta á uppstigningardag kl. 11

19.05.2020
Guðþjónusta á uppstigningardag, 21. maí kl. 11 Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Í kirkjunni verða tvö aðskilin svæði sem hægt er að ganga inn á beint frá hliðum kirkjuskipsins. Við höldum fjarlægð og reglum almannavarna og...

Guð sem ert faðir og móðir alls sem er

17.05.2020
Myndskeið er að baki þessari smellu. Guð sem ert faðir og móðir alls sem er Kenn okkur að vera synir og dætur, sem tala við þig, að hræðast ekki í návist þinni. Kenn okkur heilindi í samskiptum við þig, í orðum, verkum og vinnu, heima og að heiman. Alls staðar ert þú - þar sem við erum vilt þú vera nærri. Gef okkur vilja til að horfa í...

Fyrsta guðsþjónusta sumarsins

15.05.2020
Nú er komið að því að við getum safnast saman í Hallgrímskirkju, reynslunni ríkari til samfélags í húsi Guðs og taka þátt í sálmasöng og bæn. Fyrsta messa sumarsins verður í Hallgrímskirkju 17. maí kl. 11.00. Irma Sjöfn og Sigurður Árni þjóna fyrir altari, organisti er Hörður Áskelsson og félagar úr Mótettukórnum leiða söng. Í kirkjunni...

Andi sannleikans

10.05.2020
Hver er þessi andi sem Jesús talaði um? Jú, það er sannleiksandinn, huggarinn, sem er sendur. En andi Guðs var í stóru-sprengju, þegar vetrarbrautir mynduðust. Andi Guðs var líka að verki þegar gufur þéttust og hnettir voru mótaðir. Andi Guðs kristinna manna var að verki, í spurningaleik Sókratesar og einnig kitlaði íhugun Búddha. Kristnir menn...