Fréttir: 2021

Morgunmessur á miðvikudögum kl. 10,30

12.07.2021
Miðvikudaginn 14. júlí er messað kl. 10.30 í Hallgrímskirkju. Alla miðvikudaga er messað á þessum tíma. Prestar kirkjunnar þjóna fyrir altari ásamt messuþjónum sem annast hugleiðingu, bæn og forsöng. Eftir messuna er boðið upp á hressingu í Suðursal kirkjunnar. Allir velkomnir!

No problem

12.07.2021
Ekkert prestsverk er skemmtilegra en að skíra börnin. Það er svo undursamlegt að horfa í augu þeirra, ausa þau vatni og sjá viðbrögðin, finna fyrir straumi umhyggju, gleði og ást foreldra og vina. Vatnið glitrar í fontinum, tárin í augnakrókum fólksins og droparnir eru fagrir á hári barnanna. Í skírninni verða skírnarþegarnir meira en fólk tímans....

Sá sem trúir og skírist ...

10.07.2021
Sunnudagsmessan kl. 11. Á glæsilegum skírnarfonti Hallgrímskirkju, sem er verk Leifs Breiðfjörð, standa orð um trú og skírn. Orðin eru úr Markúsarguðspjalli og eru guðspjallstexti 11. júlí. Í prédikun í messunni í Hallgrímskirkju verður því rætt um trú og skírn. Prestur: Sigurður Árni Þórðarson. Messuþjónar aðstoða. Björn Steinar Sólbergsson...

Eyþór Franzson Wechner kemur fram á Orgelsumrinu 10. júlí

09.07.2021
Eyþór Franzson Wechner organisti við Blönduóskirkju og nærsveitir, leikur verk eftir Sigurð Sævarsson, Heinrich Scheidemann og Alexandre Guilmant á hádegistónleikum Orgelsumarsins nú á laugardaginn, 10. júlí. Miðasala er í fullum gangi á tix.is en einnig er hægt að kaupa miða við innganginn. Miðaverð er 2000 krónur en ókeypis er fyrir börn, 16 ára...

Árdegismessa kl. 10.30 á miðvikudögum

07.07.2021
Miðvikudaginn 7. júlí er messað kl. 10.30 í Hallgrímskirkju. Alla miðvikudaga er messað á þessum tíma. Prestar kirkjunnar þjóna fyrir altari ásamt messuþjónum sem annast hugleiðingu, bæn og forsöng. Eftir messuna er boðið upp á hressingu í Suðursal kirkjunnar. Allir velkomnir!

Bandaríkin, Ísland, Guðsríkið

04.07.2021
Í dag höldum við hátíð í Hallgrímskirkju. Við göngum að borði Drottins. Fyrsta altarisgangan eftir meira en árshlé, raunar hlé í nærri sextán mánuði. Svo er líka þjóðhátíðardagur vinaþjóðar okkar vestan hafs. Textar messunnar varða guðsríkið. Íhugunarefni dagsins eru gildi, menning Íslands, Bandaríkjanna og Guðsríkisins. Það er merkileg þrenna....

Borð Drottins - messað í Hallgrímskirkju

03.07.2021
4. júlí 2021 er gleðilegur í Hallgrímskirkju. Ástæðan er ekki aðeins að þetta er fimmti sunnudagur eftir þrenningarhátíð og þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna heldur verður fyrsta almenna altarisganga í sunnudagshelgihaldinu síðan í febrúarlok 2020. Í prédikun verður talað um gildi og menningu Bandaríkjanna, Íslendinga og Guðsríkisins. Sigurður...

Mass on July 4th.

03.07.2021
On Sunday 4th. of July the mass will be 11 am. Eucharist. All are welcome to participate. The church is open all days from 10 am – 16 pm. The tower is closed during the service.

Tómas Guðni hefur leikinn á íslensku orgelsumri

02.07.2021
Orgelsumar í Hallgrímskirkju verður haldið hátíðlegt frá 3. júlí til 22. ágúst í sumar. Átta íslenskir organistar sem starfa við kirkjur víða um land leyfa Klais-orgeli Hallgrímskirkju að hljóma á hádegistónleikum frá 3. júlí til 14. ágúst. Orgelið hefur skipað stóran sess í tónleika- og helgihaldi kirkjunnar allt frá vígslu þess á aðventu...