Fréttir: 2015

Liðug á líkama og sál á þriðjudögum

12.10.2015
Hressar samverur hjá eldri borgurum á þriðjudögum í kórkjallaranum. Samverurnar verða ávallt í vetur á þriðjudögum og föstudögum kl. 11.00 – 13.00. Hist er í kórkjallara kirkjunnar og hreyfing, súpa og spjall er meðal annars á döfinni. Mjöll Þórarinsdóttir sér um fjörið og allir eru hjartanlega velkomnir.

Biðjum fyrir fólki

12.10.2015
Fyrirbænastundir eru í kórkjallara Hallgrímskirkju alla þriðjudaga kl. 10:30. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til prestanna sem stýra þessum athöfnum. Netföng þeirra eru irma@hallgrimskirkja.is og s@hallgrimskirkja.is. Allir eru velkomnir og svo eru samfélagsskapandi samræður yfir kaffi og veitingum eftir að helgistundum lýkur.

Hádegisbæn á mánudögum

11.10.2015
Sigrún Ásgeirsdóttir leiðir ávallt bænastundir á mánudögum í vetur. Stundin er hjá myndinni af Maríu mey norðanmeginn í kirkjunni. Verið velkomin til bænahalds.  

Helgi Þorgils talar um verk sín

08.10.2015
Siglandi himinfleki, fimm Helgakrossfestingar, endurunnin Kristsstytta, putti í síðusári. Hvað þýðir þetta? Hvaða merkingu má leggja í verk Helga Þorgils Friðjónssonar? Hvernig er hægt að túlka þau? Listamaðurinn kemur sunnudaginn 11. október kl. 12,30 og talar um verk sín. Helgi Þorgils var myndlistarmaður kirkjulistahátíðar 2015. Verk hans...

Sunnudagsmessa og barnastarf 11. október kl. 11

08.10.2015
Sunnudaginn 11. október í Hallgrímskirkju kl. 11 mun sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédika og þjóna fyrir altari ásamt sr. Árna Svani Daníelssyni. Messuþjónar og fermingarbörn aðstoða og félagar úr Mótettukórnum syngja. Hörður Áskelsson leikur á orgelið. Barnastarfið hefst á sama tíma í umsjón Ingu Harðardóttur, Rósu Árnadóttur og Sólveigar Önnu...

Liðug á líkama og sál á föstudögum

08.10.2015
Hressar samverur hjá eldri borgurum á þriðjudögum í kórkjallaranum. Samverurnar verða ávallt í vetur á þriðjudögum og föstudögum kl. 11.00 – 13.00. Hist er í kórkjallara kirkjunnar og hreyfing, súpa og spjall er meðal annars á döfinni. Helga Þorvaldsdóttir sér um fjörið og allir eru hjartanlega velkomnir.

Fimmtudagsæfing barna og unglingakórs Hallgrímskirkju

08.10.2015
Fimmtudaginn 8. október kl. 16.30 – 17.30 er æfing hjá kórnum en hann æfir að jafnaði tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum á þessum tíma. Kórinn er ætlaður stúlkum og drengjum á aldrinum 10-13 ára, af höfuðborgarsvæðinu og nágrannasveitarfélögum. Verkefni kórsins í vetur er meðal annars söngur í fjölskyldumessu,...

Kyrrðarstund í hádeginu

06.10.2015
Í kyrrðarstundinni fimmtudaginn 8. okt verður fallegt orgelspil. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir íhugar og Hörður Áskelsson leikur á orgelið. Samveran hefst kl. 12.00 og er í hálftíma. Eftir stundina verður hægt að kaupa súpa og brauð á vægu verði. Allir hjartanlega velkomnir.

Foreldramorgnar í kórkjallara

06.10.2015
Foreldramorgnar eru alla miðvikudaga kl. 10.00 – 12.00 í kórkjallara kirkjunnar. Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir sjá um fjörið sem inniheldur leik, söng og spjall með smá veitingum. Allir foreldrar með ungana sína eru hjartanlega velkomnir.